Ljóst er að áhugi er mikill fyrir fallegum barnafötum á betra verði en verslunin hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. „Við áttum alls ekki von á að toppa síðustu lagersölu," segir Sólrún Diego, markaðsstjóri fyrirtæksins. Sjálf er hún menntuð viðskiptafræðingur með áherslu á samfélagsmiðla og tók við markaðsstjórn fyrirtækisins á síðasta ári.
Hér fyrir neðan má sjá fólksfjöldan sem safnaðist saman rúmum hálftíma fyrir opnun en röðin gæti auðveldlega toppað röð á stórtónleika á góðviðrisdegi.