Viðskipti innlent

Löng röð myndaðist á lager­sölu í Síðu­múla

Atli Ísleifsson skrifar
Tugir mættu í röðina til að reyna að gera góð kaup.
Tugir mættu í röðina til að reyna að gera góð kaup. Vísir/Vilhelm

Löng röð fólks myndaðist í Múlunum í Reykjavík um miðjan dag í dag og hefur annað eins ekki sést síðan sýnatökur stóðu sem hæst í heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Um var að ræða viðskiptavini sem mættir voru á lagersölu hjá bíumbíum, Snúrunni og Yeoman Reykjavík í Síðumúla sem stendur yfir í dag og á morgun.

Ljósmyndari fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarsson, var á vettvangi og náði myndum af fólki sem beið í röðinni í von um að gera góð kaup. 

Vísir/Vilhelm

Snúran útsalaVísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×