Systkini boða til hlaups til styrktar Einstökum börnum Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2023 22:10 Systkinin á góðri stundu við Hafnartorg, þar sem verður ræst út á morgun. Aðsend Systkinin Nína Kristín, Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa boðið öllum sem vilja að hlaupa, ganga eða rúlla með þeim fimm kílómetra í miðbæ Reykjavíkur á morgun, 1. maí. Hlaupið verður til styrktar Einstökum börnum og til heiðurs móður þeirra, sem átti afmæli 1. maí og lést fyrir ellefu árum. „Nína og Áslaug hlupu saman í Reykjavíkurmaraþoninu 2012 með mömmu á hliðarlínunni en tveimur mánuðum síðar lést hún. Nína sá svo nýja hlaupastóla sem Palli Líndal vinur okkar safnaði fyrir og gaf Reykjadal í fyrra og lagði til að við myndum endurtaka leikinn,“ segir í viðburði um hlaupið á Facebook. Systurnar Nína Kristín og Áslaug Arna í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2012.Aðsend Öll geti tekið þátt í hlaupinu, engin tímataka verði, ganga megi og hlaupa, með vagn eða bara sjálfan sig. Í boði verði líka að taka styttri hring, enda sé hlaupið aðallega ætlað til skemmtunar. Þá ætla systkinin að safna fyrir Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Helmingur þess fjár sem safnast mun renna til Systkinasmiðjunnar, alþjóðlegs stuðningsúrræðis fyrir systkini veikra eða fatlaðra barna, sem er í samstarfi við Einstök börn. Nína, sem er yngst í hópnum, er með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún getur ekki gengið. Að sögn Magnúsar mun Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, því ýta systur sinni á undan sér í sérútbúnum hjólastól, sem þau fengu að láni frá Reykjadal. Lagt verður af stað frá Hafnartorgi, fyrir framan Kolaportið klukkan 11 á morgun og mæting er hálftíma fyrr, ef veður leyfir. Nánari upplýsingar um skráningu og áheit má finna hér. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Góðverk Hlaup Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Nína og Áslaug hlupu saman í Reykjavíkurmaraþoninu 2012 með mömmu á hliðarlínunni en tveimur mánuðum síðar lést hún. Nína sá svo nýja hlaupastóla sem Palli Líndal vinur okkar safnaði fyrir og gaf Reykjadal í fyrra og lagði til að við myndum endurtaka leikinn,“ segir í viðburði um hlaupið á Facebook. Systurnar Nína Kristín og Áslaug Arna í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2012.Aðsend Öll geti tekið þátt í hlaupinu, engin tímataka verði, ganga megi og hlaupa, með vagn eða bara sjálfan sig. Í boði verði líka að taka styttri hring, enda sé hlaupið aðallega ætlað til skemmtunar. Þá ætla systkinin að safna fyrir Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Helmingur þess fjár sem safnast mun renna til Systkinasmiðjunnar, alþjóðlegs stuðningsúrræðis fyrir systkini veikra eða fatlaðra barna, sem er í samstarfi við Einstök börn. Nína, sem er yngst í hópnum, er með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún getur ekki gengið. Að sögn Magnúsar mun Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, því ýta systur sinni á undan sér í sérútbúnum hjólastól, sem þau fengu að láni frá Reykjadal. Lagt verður af stað frá Hafnartorgi, fyrir framan Kolaportið klukkan 11 á morgun og mæting er hálftíma fyrr, ef veður leyfir. Nánari upplýsingar um skráningu og áheit má finna hér.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Góðverk Hlaup Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein