Framhaldsskólanemar gagnrýna nemendaskort í starfshópi Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2023 19:45 Í dag var greint frá mögulegri sameiningu Menntaskólans við Sund og Kvennaskólans í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra framhaldsskólanema gagnrýnir að starfshópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla hafi ekki innihaldið einn nemanda. Bæði er verið að skoða að sameina annars vegar Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann, og hinsvegar Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Í dag greindi Vísir frá fundum annars vegar í Kvennaskólanum í Reykjavík og hins vegar í Menntaskólanum við Sund. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu stjórnendur skólanna tveggja leggja fram fýsileikakönnun á næstu dögum um samruna skólanna. Mikill hiti var á báðum fundum og herma heimildir fréttastofu að starfsmenn beggja skóla séu ekki sérstaklega spenntir fyrir sameiningu. Í tilkynningu frá Samandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) er það gagnrýnt að enginn nemandi úr neinum framhaldsskóla sé í stýrihópnum sem skoðar málin og að enginn nemandi við skólana hafi verið beðinn um álit. „Menntakerfið stendur á tímamótum, og er því enn nauðsynlegra en áður fyrr að hlusta á rödd nemenda til að tryggja lýðræði og velferð okkar. Við eigum ekki að þurfa að biðja um sæti við borðið. Stjórnvöld eiga að sækjast eftir skoðun okkar, því nemendur eru einu sérfræðingarnir um hvernig það er að vera nemandi í dag,“ segir í tilkynningunni. Kallar sambandið eftir því að stjórnvöld ræði við nemendur um hugsanlegar sameiningar. Án þeirra sé rödd og skoðun nemenda ekki hluti af víðamiklum breytingum á námskerfinu. „Nýskipaði stýrihópur mennta-og barnamálaráðuneytisins er birtingarmynd á sýndarleika stjórnvalda þegar það kemur að vilja þeirra að vinna með ungmennum,“ segir í tilkynningunni. Fjarðarfréttir greindu frá mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans í síðustu viku. Þar segir að ástæðan sé sú að aðsókn í starfsnám muni leiða til fækkunar nema í bóknámsskólum. Tillögur verkefnastjórnar sem ráðherra skipaði gerir ráð fyrir að byggður verði allt að þrjátíu þúsund fermetra skóli fyrir 2.400 til þrjú þúsund nemendur. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Í dag greindi Vísir frá fundum annars vegar í Kvennaskólanum í Reykjavík og hins vegar í Menntaskólanum við Sund. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu stjórnendur skólanna tveggja leggja fram fýsileikakönnun á næstu dögum um samruna skólanna. Mikill hiti var á báðum fundum og herma heimildir fréttastofu að starfsmenn beggja skóla séu ekki sérstaklega spenntir fyrir sameiningu. Í tilkynningu frá Samandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) er það gagnrýnt að enginn nemandi úr neinum framhaldsskóla sé í stýrihópnum sem skoðar málin og að enginn nemandi við skólana hafi verið beðinn um álit. „Menntakerfið stendur á tímamótum, og er því enn nauðsynlegra en áður fyrr að hlusta á rödd nemenda til að tryggja lýðræði og velferð okkar. Við eigum ekki að þurfa að biðja um sæti við borðið. Stjórnvöld eiga að sækjast eftir skoðun okkar, því nemendur eru einu sérfræðingarnir um hvernig það er að vera nemandi í dag,“ segir í tilkynningunni. Kallar sambandið eftir því að stjórnvöld ræði við nemendur um hugsanlegar sameiningar. Án þeirra sé rödd og skoðun nemenda ekki hluti af víðamiklum breytingum á námskerfinu. „Nýskipaði stýrihópur mennta-og barnamálaráðuneytisins er birtingarmynd á sýndarleika stjórnvalda þegar það kemur að vilja þeirra að vinna með ungmennum,“ segir í tilkynningunni. Fjarðarfréttir greindu frá mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans í síðustu viku. Þar segir að ástæðan sé sú að aðsókn í starfsnám muni leiða til fækkunar nema í bóknámsskólum. Tillögur verkefnastjórnar sem ráðherra skipaði gerir ráð fyrir að byggður verði allt að þrjátíu þúsund fermetra skóli fyrir 2.400 til þrjú þúsund nemendur.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira