Sesselía Ólafs bæjarlistamaður Akureyrar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2023 18:06 Sesselía Ólafs. JónTómasEinarsson Sesselía Ólafs er bæjarlistarmaður Akureyrar 2023. Valið var tilkynnt í rafrænni útsendingu Vorkomu Akureyrarbæjar síðdegis í dag. „Sesselía fæddist árið 1987 og ólst upp á Akureyri og í Hörgárdal. Hún hefur stundað tónlist, leiklist og ritlist síðan hún lauk námi í leikstjórn og leiklist í London árið 2012. Sesselía hefur leikið í ýmsum sviðsverkum og kvikmyndum, hérlendis og erlendis, en hún hefur einnig samið handrit fyrir og leikstýrt verðlaunastuttmyndunum Umskipti og Betur sjá augu. Hún er annar stofnenda gríndúettsins Vandræðaskálda og átti þátt í stofnun leikhópsins Umskiptinga, en undir þeirra formerkjum hefur hún samið handrit, lög og ljóð. Haustið 2021 gaf Sesselía út pastelverkið og ljóðabókina Leiðslu og undanfarið ár hefur hún unnið að handriti fræðilega tónlistaruppistandsverksins Móðir, kona, meyja. Bæjarlistamaður Akureyrar 2023 mun verja starfslaunatímabilinu í að semja og útsetja tónlist verksins, ásamt því að ljúka fyrsta uppkasti fantasíuskáldsögunnar Silfurberg. Þá mun hún vinna að verkefninu List getur List, en lokaafurð þess verkefnis verður sýnt á Akureyrarvöku í haust,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Við val á bæjarlistamanni var sérstaklega horft til þriggja meginþátta: Þess sem listamaðurinn hefur unnið að undanförnum árum, verkefna sem listamaðurinn hugðist sinna á tímabilinu og þess að listamaðurinn væri búsettur á Akureyri. Menningarsjóðir Akureyrar styrkti þar að auki ýmis verkefni og í ár voru veittir átján styrkir fyrir rúmar fjórar milljónir. Átta einstaklingar sóttu um listamannalaun hjá bænum í ár, fjórir karlmenn og fjórar konur. Í sérstökum faghóp sátu Margrét Jónsdóttir, Daníel Þorsteinsson og Hólmkell Hreinsson. Þá voru viðurkenningar vegna mannréttindamála veittar í þremur flokkum. Stofnunin sem hlaut viðurkenningu var Amtsbókasafnið á Akureyri, Femínistafélag Menntaskólans á Akureyri, FemMA, hlaut viðurkenningu í flokki félagasamtaka og sá einstaklingur sem hlýtur mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar 2023 er Fayrouz Nouh fyrir að miðla reynslu sinni sem flóttamaður, fræða, rannsaka og opna umræðu um menningarlegar hindranir flóttakvenna. Óskar Pétursson söngvari hlaut heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar í ár fyrir langan og farsælan feril auk mikilvægs framlags til menningarmála á Akureyri. Sumarstyrk ungra listamanna á aldrinum 18 til 25 hlaut Egill Andrason en styrkurinn er ætlaður til þess að ungur listamaður geti endurnýjað kynni við sköpunargyðjuna yfir sumartímann þegar hlé er gert á námi. Egill er fjöllistamaður og sviðshöfundur sem leggur áherslu á tónlist, framkomu og skrif. Akureyri Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
„Sesselía fæddist árið 1987 og ólst upp á Akureyri og í Hörgárdal. Hún hefur stundað tónlist, leiklist og ritlist síðan hún lauk námi í leikstjórn og leiklist í London árið 2012. Sesselía hefur leikið í ýmsum sviðsverkum og kvikmyndum, hérlendis og erlendis, en hún hefur einnig samið handrit fyrir og leikstýrt verðlaunastuttmyndunum Umskipti og Betur sjá augu. Hún er annar stofnenda gríndúettsins Vandræðaskálda og átti þátt í stofnun leikhópsins Umskiptinga, en undir þeirra formerkjum hefur hún samið handrit, lög og ljóð. Haustið 2021 gaf Sesselía út pastelverkið og ljóðabókina Leiðslu og undanfarið ár hefur hún unnið að handriti fræðilega tónlistaruppistandsverksins Móðir, kona, meyja. Bæjarlistamaður Akureyrar 2023 mun verja starfslaunatímabilinu í að semja og útsetja tónlist verksins, ásamt því að ljúka fyrsta uppkasti fantasíuskáldsögunnar Silfurberg. Þá mun hún vinna að verkefninu List getur List, en lokaafurð þess verkefnis verður sýnt á Akureyrarvöku í haust,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Við val á bæjarlistamanni var sérstaklega horft til þriggja meginþátta: Þess sem listamaðurinn hefur unnið að undanförnum árum, verkefna sem listamaðurinn hugðist sinna á tímabilinu og þess að listamaðurinn væri búsettur á Akureyri. Menningarsjóðir Akureyrar styrkti þar að auki ýmis verkefni og í ár voru veittir átján styrkir fyrir rúmar fjórar milljónir. Átta einstaklingar sóttu um listamannalaun hjá bænum í ár, fjórir karlmenn og fjórar konur. Í sérstökum faghóp sátu Margrét Jónsdóttir, Daníel Þorsteinsson og Hólmkell Hreinsson. Þá voru viðurkenningar vegna mannréttindamála veittar í þremur flokkum. Stofnunin sem hlaut viðurkenningu var Amtsbókasafnið á Akureyri, Femínistafélag Menntaskólans á Akureyri, FemMA, hlaut viðurkenningu í flokki félagasamtaka og sá einstaklingur sem hlýtur mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar 2023 er Fayrouz Nouh fyrir að miðla reynslu sinni sem flóttamaður, fræða, rannsaka og opna umræðu um menningarlegar hindranir flóttakvenna. Óskar Pétursson söngvari hlaut heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar í ár fyrir langan og farsælan feril auk mikilvægs framlags til menningarmála á Akureyri. Sumarstyrk ungra listamanna á aldrinum 18 til 25 hlaut Egill Andrason en styrkurinn er ætlaður til þess að ungur listamaður geti endurnýjað kynni við sköpunargyðjuna yfir sumartímann þegar hlé er gert á námi. Egill er fjöllistamaður og sviðshöfundur sem leggur áherslu á tónlist, framkomu og skrif.
Akureyri Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira