„Ástin okkar,“ skrifar Aron sem birtir mynd af nýfæddum syninum á Instagram:
Um er að ræða þeirra fyrsta barn. Hamingjuóskum rignir yfir parið á samfélagsmiliðlinum og hafa rúmlega 3,300 manns líkað við sameiginlega mynd þeirra.
Aron hefur um árabil verið einn vinsælasti söngvari, eða rappari, landsins og gefið út fjórar plötur, síðast plötuna Andi, líf hjarta, sál árið 2021. Saman reka þau Aron og Erna veitingastaðinn Stund sem staðsett er í Veru mathöll.