„Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína fortíð“ Árni Sæberg og Þórdís Valsdóttir skrifa 9. apríl 2023 17:02 Kristmundur Axel hefur verið allsgáður í um tvö ár. Hann kveðst hafa verið ungur og vitlaus á árum áður. Samsett Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru. Rætt var við Kristmund Axel í Íslandi í dag á Stöð 2 í síðustu viku og þar sagði hann frá erfiðum heimilisaðstæðum sem hann ólst upp við. Báðir foreldrar hans glímdu við fíknivanda en voru á beinu brautinni mest alla barnæsku Kristmundar. Það var honum mikið áfall þegar faðir hans féll eftir að hafa verið edrú í mörg ár en þá samdi hann textann við lagið Komdu til baka. Pabbi hans varð edrú eftir sigur Kristmundar en árið 2017 féll hann aftur og lést skömmu síðar. „Það sem gerðist er að þarna var alkóhólisti sem féll, sem er ekkert óeðlilegt, og hann bara deyr. Hann hélt hann réði við of mikið, hann var orðinn gamall karlinn,“ segir Kristmundur og segir að hann og faðir hans hafi verið bestu vinir. Kristmundur byrjaði sjálfur í neyslu á unglingsárum þrátt fyrir varnaðarorð annarra fjölskyldumeðlima sem barist hafa við Bakkus í áraraðir. Komst oftar en einu sinni í kast við lögin Á þeim tíma sem faðir hans lést var Kristmundur á slæmum stað að eigin sögn. Hann var í neyslu og komst í kast við lögin. „Ég var bara ungur, vitlaus, heimskur. Það er bara erfitt að tala um þetta í raun og veru en mér finnst líka svo mikilvægt að gangast við því sem maður gerði en þetta var mjög slæmt tímabil í mínu lífi og í raun og veru mjög stutt líka.“ Hann segist hafa verið kominn á vafasaman stað í lífinu á þessum tíma. Nú er hann búinn að vera edrú í tæplega tvö ár en hans vegferð í átt að betra lífi hófst þó fyrr því skömmu eftir að faðir hans lést fékk hann þær fréttir að hann ætti von á barni og nú er dóttir hans á fimmta ári. „Það er svo gott að vera pabbi. Hún bjargaði lífi mínu sko, án gríns.“ Kristmundur Axel er stoltur faðir stúlku á fimmta ári.Aðsend Á góðum stað „Ég er á mjög góðum stað, bæði andlega og líkamlega, og er rosa sáttur í eigin skinni,“ segir Kristmundur en hann segist ekki óttast það að falla. „Tónlistin er náttúrulega það sem ég elska mest fyrir utan dóttur mína, hún er mér bara allt. Ég er mikill músíkant og ég elska að gera tónlist þannig að það er mikill heiður og þakklæti að fá að gera það.“ Hann segist nota tónlistina til að tjá sig og semur ljóð og hefur gert frá því að hann var barn. „Ég tek eftir því að þetta eru alltaf einhverjar tilfinningar hjá mér. Ég á alveg lög þar sem ég er að rífa kjaft og tala um klúbbinn eða eitthvað, en ég er bestur þegar ég tala um söguna mína, heiminn og lífið.“ „Ég hélt að þetta væri búið“ Kristmundur segir að hann vilji nýta sína reynslu til að hjálpa öðrum og segir að hann sé að láta drauma sína rætast. Þegar hann hugsar til baka um sitt erfiðasta tímabil segir hann að hann hefði ekki getað ímyndað sér að vera kominn á þann stað sem hann er í dag. „Ég hélt að þetta væri búið. Mómentið þegar ég var búinn að gera þessa heimskulegu hluti, búinn að vera í rugli og pabbi að deyja, þá skal ég alveg viðurkenna það ég hugsaði að ég ætti ekki séns. Ég vissi alveg að ég gæti lifað einhversstaðar, látið lítið fyrir mér fara og haft það alveg ágætt, en draumurinn minn var mjög fjarlægur þá.“ Kristmundur segist ekki uppfullur af eftirsjá en að hann taki þó ábyrgð á því sem gerst hefur og hefur gert upp sínar sakir, bæði við fjölskyldu sína og aðra. „Ég held að ég taki bara þann pól á þetta að ég trúi því að allt það sem gerðist átti að gerast.“ Ef að þú gætir talað við sjálfan þig þegar þú varst fjórtán ára, hvað myndir þú segja? „Ég myndi segja ekki fara í neitt rugl augljóslega. En fyrir utan það þá myndi ég segja aldrei hætta að trúa á þig, hlustaðu bara á jákvætt fólk, losaðu þig við neikvætt fólk og bara let‘s go, fljúga.“ Ísland í dag Tengdar fréttir „Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ Tónlistarmamaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson er tæplega þrítugur og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður í Grafarvogi. 4. apríl 2023 10:30 Fagnaðarlæti er Kristmundur og Júlí komu til baka: „Þetta lag...“ Þeir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar slógu eftirminnilega í gegn fyrir þrettán árum. Nú hafa þeir snúið bökum saman á ný en þeir frumfluttu nýtt lag á Hlustendaverðlaununum í gær. Þá tóku þeir einnig smellinn sinn, við mikinn fögnuð viðstaddra. 18. mars 2023 20:14 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Rætt var við Kristmund Axel í Íslandi í dag á Stöð 2 í síðustu viku og þar sagði hann frá erfiðum heimilisaðstæðum sem hann ólst upp við. Báðir foreldrar hans glímdu við fíknivanda en voru á beinu brautinni mest alla barnæsku Kristmundar. Það var honum mikið áfall þegar faðir hans féll eftir að hafa verið edrú í mörg ár en þá samdi hann textann við lagið Komdu til baka. Pabbi hans varð edrú eftir sigur Kristmundar en árið 2017 féll hann aftur og lést skömmu síðar. „Það sem gerðist er að þarna var alkóhólisti sem féll, sem er ekkert óeðlilegt, og hann bara deyr. Hann hélt hann réði við of mikið, hann var orðinn gamall karlinn,“ segir Kristmundur og segir að hann og faðir hans hafi verið bestu vinir. Kristmundur byrjaði sjálfur í neyslu á unglingsárum þrátt fyrir varnaðarorð annarra fjölskyldumeðlima sem barist hafa við Bakkus í áraraðir. Komst oftar en einu sinni í kast við lögin Á þeim tíma sem faðir hans lést var Kristmundur á slæmum stað að eigin sögn. Hann var í neyslu og komst í kast við lögin. „Ég var bara ungur, vitlaus, heimskur. Það er bara erfitt að tala um þetta í raun og veru en mér finnst líka svo mikilvægt að gangast við því sem maður gerði en þetta var mjög slæmt tímabil í mínu lífi og í raun og veru mjög stutt líka.“ Hann segist hafa verið kominn á vafasaman stað í lífinu á þessum tíma. Nú er hann búinn að vera edrú í tæplega tvö ár en hans vegferð í átt að betra lífi hófst þó fyrr því skömmu eftir að faðir hans lést fékk hann þær fréttir að hann ætti von á barni og nú er dóttir hans á fimmta ári. „Það er svo gott að vera pabbi. Hún bjargaði lífi mínu sko, án gríns.“ Kristmundur Axel er stoltur faðir stúlku á fimmta ári.Aðsend Á góðum stað „Ég er á mjög góðum stað, bæði andlega og líkamlega, og er rosa sáttur í eigin skinni,“ segir Kristmundur en hann segist ekki óttast það að falla. „Tónlistin er náttúrulega það sem ég elska mest fyrir utan dóttur mína, hún er mér bara allt. Ég er mikill músíkant og ég elska að gera tónlist þannig að það er mikill heiður og þakklæti að fá að gera það.“ Hann segist nota tónlistina til að tjá sig og semur ljóð og hefur gert frá því að hann var barn. „Ég tek eftir því að þetta eru alltaf einhverjar tilfinningar hjá mér. Ég á alveg lög þar sem ég er að rífa kjaft og tala um klúbbinn eða eitthvað, en ég er bestur þegar ég tala um söguna mína, heiminn og lífið.“ „Ég hélt að þetta væri búið“ Kristmundur segir að hann vilji nýta sína reynslu til að hjálpa öðrum og segir að hann sé að láta drauma sína rætast. Þegar hann hugsar til baka um sitt erfiðasta tímabil segir hann að hann hefði ekki getað ímyndað sér að vera kominn á þann stað sem hann er í dag. „Ég hélt að þetta væri búið. Mómentið þegar ég var búinn að gera þessa heimskulegu hluti, búinn að vera í rugli og pabbi að deyja, þá skal ég alveg viðurkenna það ég hugsaði að ég ætti ekki séns. Ég vissi alveg að ég gæti lifað einhversstaðar, látið lítið fyrir mér fara og haft það alveg ágætt, en draumurinn minn var mjög fjarlægur þá.“ Kristmundur segist ekki uppfullur af eftirsjá en að hann taki þó ábyrgð á því sem gerst hefur og hefur gert upp sínar sakir, bæði við fjölskyldu sína og aðra. „Ég held að ég taki bara þann pól á þetta að ég trúi því að allt það sem gerðist átti að gerast.“ Ef að þú gætir talað við sjálfan þig þegar þú varst fjórtán ára, hvað myndir þú segja? „Ég myndi segja ekki fara í neitt rugl augljóslega. En fyrir utan það þá myndi ég segja aldrei hætta að trúa á þig, hlustaðu bara á jákvætt fólk, losaðu þig við neikvætt fólk og bara let‘s go, fljúga.“
Ísland í dag Tengdar fréttir „Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ Tónlistarmamaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson er tæplega þrítugur og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður í Grafarvogi. 4. apríl 2023 10:30 Fagnaðarlæti er Kristmundur og Júlí komu til baka: „Þetta lag...“ Þeir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar slógu eftirminnilega í gegn fyrir þrettán árum. Nú hafa þeir snúið bökum saman á ný en þeir frumfluttu nýtt lag á Hlustendaverðlaununum í gær. Þá tóku þeir einnig smellinn sinn, við mikinn fögnuð viðstaddra. 18. mars 2023 20:14 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
„Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ Tónlistarmamaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson er tæplega þrítugur og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður í Grafarvogi. 4. apríl 2023 10:30
Fagnaðarlæti er Kristmundur og Júlí komu til baka: „Þetta lag...“ Þeir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar slógu eftirminnilega í gegn fyrir þrettán árum. Nú hafa þeir snúið bökum saman á ný en þeir frumfluttu nýtt lag á Hlustendaverðlaununum í gær. Þá tóku þeir einnig smellinn sinn, við mikinn fögnuð viðstaddra. 18. mars 2023 20:14