Lífið

Lína Móey og Sigurður eiga von á barni

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Sigurður Karlsson og Lína Móey Bjarnadóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Sigurður Karlsson og Lína Móey Bjarnadóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman. Facebook

Lína Móey Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Leigumanna ehf., og Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, eiga von á barni.

„Óvæntar en gleðilegar fréttir. Það er lítil stelpa á leiðinni sem er væntanleg í heiminn um miðjan september,“ skrifar Lína Móey undir sónarmyndband á Facebook síðu sinni. Hamingjuóskum rignir yfir parið. Stúlkan er þeirra fyrsta barn saman en fyrir eiga þau bæði börn úr fyrri samböndum.

Lína Móey er ekkja Johns Snorra Sigurjónssonar, eins þekktasta fjallagarps Íslands, sem lést á fjallinu K2 árið 2021.

Lína á tvo syni með John Snorra, auk þess sem hún á dóttur úr fyrra sambandi. Þá á Sigurður tvö börn úr fyrra sambandi.

Barnavefur mbl.is greindi fyrst frá.


Tengdar fréttir

Sigurður ráðinn framkvæmdastjóri iCert

Sigurður Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri iCert. Sigurður tekur við starfinu af Jóni Karlssyni. Jón starfar áfram hjá félaginu og sinnir starfi vottunarstjóra.

„Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð“

Lína Móey Bjarnadóttir, ekkja Johns Snorra Sigurjónssonar, er vægast sagt ósátt við fullyrðingu norsku fjallgöngukonunnar Kristinu Harila um að hafa fengið beiðni frá íslenskri konu um að klippa á taug á fjallinu K2 sem lík íslenska fjallgöngugarpsins hangir á.

John Snorri reyndi hið fáránlega til að takast hið ómögulega

„Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“. Þessi speki spænsks rithöfundar voru einkunnarorð John Snorra Sigurjónssonar fjallgöngukappa. Orð sem áttu vel við hjá manni sem vann endurtekið afrek sem okkur hinum fannst ótrúleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×