Lífið

Ingi og Nína búa í húsbíl og flakka um Evrópu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingi sýnir hér Lóu Pind húsbílinn sjálfan. Það kostaði parið fimm milljónir að eignast hús á hjólum.
Ingi sýnir hér Lóu Pind húsbílinn sjálfan. Það kostaði parið fimm milljónir að eignast hús á hjólum.

Lóa Pind heimsótti systkini sem hafa farið ólíkar leiðir í lífinu í síðasta þætti af Hvar er best að búa sem var á dagskrá á Stöð 2 í gærkvöldi.

Ingi hatar kulda og þegar hann ætlaði að kaupa sér í búð á Íslandi með kærustunni fengu þau sjokk, ákváðu að yfirgefa klakann og innrétta húsbíl.

Systir hans Bylgja Babýlóns hatar hins vegar hita og elskar rigningu og vantaði að kveikja aftur neistann fyrir ævistarfinu en hún starfar sem uppistandari. Í þættinum fá áhorfendur að lífi uppistandara í Edinborg og tilveru Inga og Nínu sem vinna á lúxushóteli í tékknesku fjöllunum yfir sumarið, en flakka um á húsbíl megnið af árinu.

Hægt er að fylgjast með parinu á ferð sinni um Evrópu á Instagram.

 

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins þegar farið var yfir húsbílinn sem Ingi og Nína búa stóran hluta ársins í.

Klippa: Ingi og Nína búa í húsbíl og flakka um Evrópu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×