Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps vinnur nú að því hörðum höndum að veðurstöð verði sett upp í Vík í Mýrdal. Ástæðan er sú að þorpið í Vík er mjög útsett fyrir stormum og hvassviðri með tilliti til sandfoks úr Víkurfjöru og veður verður þess oft valdandi að loka þurfi þjóðvegi 1 í gegnum þorpið.

Ritstjóri Fréttablaðsins segir að haldi hlutirnir á fjölmiðlamarkaði að þróast eins og þeir eru að gera muni Ríkisútvarpið standa eitt eftir. 

Julian Assange, stofnandi Wikileaks var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunni af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×