Bæði hafa þau Hödd og Andri lengi verið viðloðandi fjölmiðlaheiminn en Hödd starfaði meðal annars á fréttastofu Stöðvar 2 um tíma.
Andri Freyr er einn ástsælasti útvarpsmaður landsins en sló einnig í gegn með sjónvarpsþáttunum Andri á flandri sem sýndir voru á RÚV.
Í dag er Andri einn þáttarstjórnanda Síðdegisútvarpsins hjá RÚV en Hödd er sjálfstætt starfandi almannatengill.