Þjóðþekktir karlmenn sitja fyrir á nýju dagatali Krabbameinsfélagsins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. mars 2023 16:38 Ari Eldjárn, Gísli Örn, Björn Stefáns, Siggi Gunnars, Þorsteinn Bachmann og Pálmi Gests eru á meðal þeirra sem prýða nýtt dagatal Krabbameinsfélagsins. samsett Þjóðþekktir karlmenn prýða dagatal sem nú er til sölu til styrktar átaksins Mottumars. Dagatalið er hluti af herferðinni „Ekki humma af þér heilsuna“ sem vakið hefur mikla athygli á síðustu vikum. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttu gegn krabbameini hjá körlum. Slagorðið í ár vísar til þess að karlmenn séu ekki nægilega duglegir að leita til læknis, þrátt fyrir að krabbameinseinkenni geri vart við sig. Samkvæmt rannsókn Krabbameinsfélagsins höfðu um helmingur íslenskra karla sem greindust með krabbamein fundið fyrir einkennum í þrjá mánuði eða lengur, áður en þeir leituðu til læknis. Fjórtán prósent þeirra biðu í meira en ár. Í byrjun mars var frumsýnd auglýsing þar sem margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins komu fram. Í auglýsingunni fer fram Frestunarkeppni Íslands. Hver og einn er með borða um sig sem sýna hversu miklir frestarar þeir eru, til dæmis eru það Besti biðarinn, Hummari ársins, Hikari ársins og Dokari ársins. Að lokum er það Herra „kannski seinna“ sem sigrar keppnina áður en bent er á að þetta sé ekki keppni sem einhver vill vinna. Dagatalið góð áminning allt árið um kring Auglýsingin hefur vakið mikla athygli nú í mars en nú hefur verið gefið út sérstakt dagatal sem getur hangið uppi allt árið um kring og minnt okkur á þennan mikilvæga málstað. Dagatalið kostar 2.700 krónur og er til sölu hér. Það eru tólf af karlmönnunum úr auglýsingunni sem prýða dagatalið en það eru þeir Ari Eldjárn, Siggi Gunnars, Pálmi Gestsson, Valur Freyr Einarsson, Þorsteinn Bachmann, Jógvan, Hannes Þór Halldórsson, Björn Stefánsson, Ævar Þór Benediktsson, Halldór Gylfason, Gísli Örn Garðarsson og Björgvin Franz Gíslason. Karlmennirnir tólf prýða hver sinn mánuð á dagatalinu. Þar kemur einnig fram titill þeirra í Frestunarkeppninni, saga þeirra og þau einkenni sem karlmönnum ber að þekkja. Fyrsti maðurinn sem þeir hittu hafði sjálfur greinst með krabbamein Krabbameinsfélagið tók upp skemmtilegt myndband þar sem aðstandendur Krabbameinsfélagsins heimsóttu dekkjaverkstæði og skiptu dagatali með fáklæddri konu út fyrir Mottumars dagatalið. „Þetta eru ekki alveg eins og dagatölin sem maður þekkti hérna áður fyrr sem voru svona fegurðarsamkeppnisdagatöl. Þetta er svona okkar útgáfa af sætustu stelpunum á ballinu,“ segir í myndbandinu. Þeir fóru á Gúmmívinnustofuna Skipholti þar sem vildi svo til að fyrsti starfsmaðurinn sem þeir hittu hafði sjálfur greinst með krabbamein. Hann þekkir það af eigin raun hvað það skiptir miklu máli að þekkja einkenni krabbameins og bregðast strax við. Klippa: Mottumars - Afhending á dagatali Skimun fyrir krabbameini Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. 21. mars 2023 21:21 Stjörnum prýdd auglýsing Mottumars Ný auglýsing Mottumars var frumsýnd í kvöld. Margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins birtast í myndbandinu en slagorð herferðarinnar í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“. 10. mars 2023 22:33 Forsetinn fékk fyrstu sokkana Forseti Íslands tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum. 8. mars 2023 13:18 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttu gegn krabbameini hjá körlum. Slagorðið í ár vísar til þess að karlmenn séu ekki nægilega duglegir að leita til læknis, þrátt fyrir að krabbameinseinkenni geri vart við sig. Samkvæmt rannsókn Krabbameinsfélagsins höfðu um helmingur íslenskra karla sem greindust með krabbamein fundið fyrir einkennum í þrjá mánuði eða lengur, áður en þeir leituðu til læknis. Fjórtán prósent þeirra biðu í meira en ár. Í byrjun mars var frumsýnd auglýsing þar sem margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins komu fram. Í auglýsingunni fer fram Frestunarkeppni Íslands. Hver og einn er með borða um sig sem sýna hversu miklir frestarar þeir eru, til dæmis eru það Besti biðarinn, Hummari ársins, Hikari ársins og Dokari ársins. Að lokum er það Herra „kannski seinna“ sem sigrar keppnina áður en bent er á að þetta sé ekki keppni sem einhver vill vinna. Dagatalið góð áminning allt árið um kring Auglýsingin hefur vakið mikla athygli nú í mars en nú hefur verið gefið út sérstakt dagatal sem getur hangið uppi allt árið um kring og minnt okkur á þennan mikilvæga málstað. Dagatalið kostar 2.700 krónur og er til sölu hér. Það eru tólf af karlmönnunum úr auglýsingunni sem prýða dagatalið en það eru þeir Ari Eldjárn, Siggi Gunnars, Pálmi Gestsson, Valur Freyr Einarsson, Þorsteinn Bachmann, Jógvan, Hannes Þór Halldórsson, Björn Stefánsson, Ævar Þór Benediktsson, Halldór Gylfason, Gísli Örn Garðarsson og Björgvin Franz Gíslason. Karlmennirnir tólf prýða hver sinn mánuð á dagatalinu. Þar kemur einnig fram titill þeirra í Frestunarkeppninni, saga þeirra og þau einkenni sem karlmönnum ber að þekkja. Fyrsti maðurinn sem þeir hittu hafði sjálfur greinst með krabbamein Krabbameinsfélagið tók upp skemmtilegt myndband þar sem aðstandendur Krabbameinsfélagsins heimsóttu dekkjaverkstæði og skiptu dagatali með fáklæddri konu út fyrir Mottumars dagatalið. „Þetta eru ekki alveg eins og dagatölin sem maður þekkti hérna áður fyrr sem voru svona fegurðarsamkeppnisdagatöl. Þetta er svona okkar útgáfa af sætustu stelpunum á ballinu,“ segir í myndbandinu. Þeir fóru á Gúmmívinnustofuna Skipholti þar sem vildi svo til að fyrsti starfsmaðurinn sem þeir hittu hafði sjálfur greinst með krabbamein. Hann þekkir það af eigin raun hvað það skiptir miklu máli að þekkja einkenni krabbameins og bregðast strax við. Klippa: Mottumars - Afhending á dagatali
Skimun fyrir krabbameini Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. 21. mars 2023 21:21 Stjörnum prýdd auglýsing Mottumars Ný auglýsing Mottumars var frumsýnd í kvöld. Margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins birtast í myndbandinu en slagorð herferðarinnar í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“. 10. mars 2023 22:33 Forsetinn fékk fyrstu sokkana Forseti Íslands tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum. 8. mars 2023 13:18 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. 21. mars 2023 21:21
Stjörnum prýdd auglýsing Mottumars Ný auglýsing Mottumars var frumsýnd í kvöld. Margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins birtast í myndbandinu en slagorð herferðarinnar í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“. 10. mars 2023 22:33
Forsetinn fékk fyrstu sokkana Forseti Íslands tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum. 8. mars 2023 13:18