Lífið

Húsfyllir þegar lína 66 og GANNI var kynnt

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
DJ Dóra Júlía þeytti skífum á meðan línan var kynnt.
DJ Dóra Júlía þeytti skífum á meðan línan var kynnt. aðsend

Það var mikil eftirvænting í loftinu þegar þriðja samstarfslína 66°Norður og danska fatamerkisins GANNI var kynnt með pompi og prakt í verslun 66°Norður á Hafnartorgi í gær.

Fjöldi gesta lagði leið sína í verslunina til að sjá fatalínuna. Hún var fyrst kynnt á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í ágúst á síðasta ári.

Samkvæmt tilkynningu eru flíkurnar í nýju samstarfslínunni gerðar með sjálfbærni í huga og framleiddar í verksmiðju 66°Norður úr „tæknilegum afgangsefnum og endurunnum efnum.“ Línan er þá framleidd í mjög takmörkuðu upplagi.

„Innblásturinn í hönnuninni byggir á Kríu línunni sem 66°Norður framleiðir ásamt áherslum GANNI á fatnað fyrir daglegt líf í Kaupmannahöfn. Litavalið er undir áhrifum frá Íslandi en þar má finna skæra liti eins og gulan, grænan, bláan sem er skírskotun í norðurljósin og íslenska náttúru. Samstarfslínan fór í sölu í gær en hún er framleidd í takmörkuðu upplagi. DJ Dóra Júlía spilaði góða tónlist og gestir nutu fljótandi veitinga sem voru í boði,“ segir einnig í tilkynningu.

Skærir litir einkenna jakkana.Aldís Pálsdóttir
Kríu-jakkarnir hafa lengi verið vinsælir.Aldís Pálsdóttir
Stemning.aldís pálsdóttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×