Lífið

Sóli tekst á við páskakvíða með hækkandi sól

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sóli Hólm og Viktoría fóru yfir viðburðaríka daga í Íslandi í dag.
Sóli Hólm og Viktoría fóru yfir viðburðaríka daga í Íslandi í dag. Vísir/Arnar

Eins og vanalega var farið yfir fréttir vikunnar í Íslandi í dag í gærkvöldi eins og alla fimmtudaga.

Hjónin Sólmundur Hólm Sólmundarson og Viktoría Hermannsdóttir voru gestir þeirra Sindra Sindrasonar og Þórdísar Valsdóttir og var mikil stemning þar sem þátturinn var í beinni útsendingu. Þar kom meðal annars í ljós að með hækkandi sól tekst Sóli alltaf á við það sem hann kallar páskakvíða. Eitthvað sem hann á erfitt með að útskýra og er í raun vandamál, og ekkert grín.

„Ég á erfitt með að útskýra þetta. Þetta gæti mögulega verið frá því að maður var alltaf að leiðinni í próf á þessum árstíma og með þá pressu á bakinu að mögulega gæti maður fallið um ár í menntaskóla. Ég vildi ekkert vera með einhverjum smábörnum í bekk á næsta ári, en þetta er raunverulegur kvíði. Mér líður best í myrkri,“ segir Sóli.

Einnig var rætt við Eyþór Inga sem fer af stað með þættina Kvöldstund með Eyþóri á Stöð 2 í kvöld en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.