Tónlist

Loreen mætt á Íslenska listann

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Loreen er komin inn á Íslenska listann en henni er spáð góðu gengi á Eurovision í vor.
Loreen er komin inn á Íslenska listann en henni er spáð góðu gengi á Eurovision í vor. Ragnar Singsaas/Getty Images

Sænska tónlistarkonan Loreen er komin inn á Íslenska listann á FM957 með lagið sitt Tattoo. Er um að ræða framlag hennar til Eurovision í ár þar sem hún keppir í annað sinn fyrir hönd Svíþjóðar.

Laginu er spáð afbragðsgóðu gengi í Liverpool í vor en samkvæmt vefsíðunni Eurovisionworld má gera ráð fyrir að Loreen beri sigur úr býtum. Tattoo var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum í síðustu viku en situr nú í átjánda sæti en má gera ráð fyrir því að lagið hækki sig upp listann í takt við hækkandi sól.

Hér má hlusta á lagið:

Íslendingar í efstu þremur sætunum

Söngvakeppnisstjarna okkar Íslendinga, Diljá Pétursdóttir, situr staðföst í fyrsta sæti listans þriðju vikuna í röð með lagið Power en af efstu tíu lögum vikunnar eru fimm þeirra eftir íslenskt tónlistarfólk. Patrik skipar annað sæti með lagið Prettyboitjokkó en Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór fylgja fast á eftir með lagið Vinn við það

Idol stjarnan Saga Matthildur situr í áttunda sæti með lagið Leiðina heim og Emmsjé Gauti í því tíunda með lagið Klisja, sem sat um tíma á toppnum.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Lög Íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Diljá númer sjö í Eurovision

Diljá Pétursdóttir verður sú sjöunda sem stígur á svið á síðara undankvöldi Eurovision söngvakeppninnar, sem haldin verður í Liverpool á Bretlandi í ár. 

Diljá komin á toppinn

Eurovision stjarnan Diljá trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með lagið sitt Power, sem bar eftirminnilega sigur úr býtum í Söngvakeppninni á dögunum.

Hvetur stráka til að hugsa vel um útlitið

Tónlistarmaðurinn Patrik var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Prettyboytjokkó, fyrir rúmri viku síðan en lagið er komið í fjórtánda sæti Íslenska listans á FM. Blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá laginu.

Saga Matthildur mætt á Íslenska listann

Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans.

Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór í topp fimm

Það má með sanni segja að Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór séu með þekktari tónlistarmönnum okkar Íslendinga en síðasta samstarfsverkefni þeirra var lagið Vinn við það. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 í síðustu viku og hefur nú stokkið beint í fimmta sæti listans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×