Innlent

Veðrið veldur því að fleiri fá straum en áður

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sólin skín allan daginn þessa dagana en færir okkur litla hlýju.
Sólin skín allan daginn þessa dagana en færir okkur litla hlýju. Vísir/Vilhelm

Þurrt og kalt veður veldur því að fólk fær í miklu mæli straum þegar það snertir málma eða raftæki þessa dagana. Rakastiginu fer hækkandi um helgina að sögn veðurfræðings. 

Margir hafa tekið eftir aukningu í því að fá straum síðustu daga, til dæmis þegar gripið er í hurðarhún bílhurðar eða þegar verið er að opna fartölvuna. 

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu, að rakastigið hafi verið ansi lágt síðustu daga. Til að mynda hafi það farið í undir þrjátíu prósent í dag en eðlilegt rakastig er á milli fimmtíu til sjötíu prósent.

„Þetta kemur oftar þegar það er svona þurrt eins og búið er að vera undanfarið. Það er eiginlega það algengasta. Það fer líka eftir í hvaða klæðnaði maður er í, ef fólk er meira í gerviefnum, situr eða dregur á sér fæturna þegar það gengur. Þá er eins og þú sért að hlaða á þér skrokkinn og svo þegar þú tekur í handfangið á bílnum þá færðu stuð,“ segir Óli. 

Einnig er það algengara í svo þurru veðri að fá varaþurrk. Þó ætti rakastiginu að fara hækkandi næstu daga.

„Þegar fer að líða á daginn fer að þykkna upp smám saman og þá verður ekki jafn þurrt. Laugardagurinn verður líka með mun hærra rakastig, þá verður það í kringum fimmtíu til sjötíu prósent. Það er eðlilegra. Svo þegar það kemur úrkoma yfir verður loftið mettað og þá nær það upp undir hundrað prósent,“ segir Óli. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.