Í myndbandinu sem um ræðir má sjá fjóra karlmenn spila leik sem gengur út á það að skiptast á að láta vatn renna í glas án þess að fylla það. Myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum fyrir það hve einfalt það er.
Sjá: Einfaldleiki íslenskra karlmanna slær í gegn á samfélagsmiðlum
„Sjáið þið hversu einfaldir karlmenn eru? Þetta er andskoti skemmtilegt,“ skrifar einn netverji á Twitter og það er færslan sem Chrissy Tiegen deildi áfram á Twitter síðu sinni.

„Þetta tekur engan enda. Ótrúlegt áhorf,“ skrifar ofurfyrirsætan við myndbandið. Chrissy er gift tónlistarmanninum John Legend og er með tæplega 13 milljónir fylgjendur á Twitter
„Við erum búnir að meika það strákar,“ skrifar samfélagsmiðlastjarnan Stefán John Turner undir færslu þar sem hann greinir frá því að Chrissy hafi deilt myndbandinu.
no ending. brutal watch https://t.co/qzfiPQLolB
— chrissy teigen (@chrissyteigen) March 14, 2023