Lífið

Upp­­á­­tæki ís­­lenskra karl­manna vakti at­hygli Chris­­sy Teigen

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Uppátæki íslenskra karlmanna rataði alla leið til Hollywood í hendur ofurfyrirsætunnar Chrissy Tiegen.
Uppátæki íslenskra karlmanna rataði alla leið til Hollywood í hendur ofurfyrirsætunnar Chrissy Tiegen. Getty/Robert smith-Patrick McMullan

Vísir fjallaði í gær um TikTok myndband fjögurra íslenskra karlmanna sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum. Nú hefur myndbandið ratað alla leið til Hollywood því ofurfyrirsætan Chrissy Tiegen deildi myndbandinu, mönnunum til mikillar gleði.

Í myndbandinu sem um ræðir má sjá fjóra karlmenn spila leik sem gengur út á það að skiptast á að láta vatn renna í glas án þess að fylla það. Myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum fyrir það hve einfalt það er.

Sjá: Ein­fald­leiki ís­lenskra karl­manna slær í gegn á sam­fé­lags­miðlum

„Sjáið þið hversu einfaldir karlmenn eru? Þetta er andskoti skemmtilegt,“ skrifar einn netverji á Twitter og það er færslan sem Chrissy Tiegen deildi áfram á Twitter síðu sinni.

Chrissy er gift tónlistarmanninum John Legend og því er aldrei að vita nema þau hafi horft á myndbandið saman.Getty/Frazer Harrison

„Þetta tekur engan enda. Ótrúlegt áhorf,“ skrifar ofurfyrirsætan við myndbandið. Chrissy er gift tónlistarmanninum John Legend og er með tæplega 13 milljónir fylgjendur á Twitter

„Við erum búnir að meika það strákar,“ skrifar samfélagsmiðlastjarnan Stefán John Turner undir færslu þar sem hann greinir frá því að Chrissy hafi deilt myndbandinu.


Tengdar fréttir

Elskar að prófa sig áfram í tískunni

Ljósmyndarinn, áhrifavaldurinn og lífskúnstnerinn Stefán John Turner lítur á tískuna sem list en hann hefur mikinn áhuga á klæðaburði. Hann hugsar alltaf um heildar lúkkið þegar hann verslar og eyðir ekki miklum tíma í að velja föt hverju sinni þar sem hann segir það stundum koma best út að klæða sig í flýti. Stefán John Turner er viðmælandi vikunnar í Tískutali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×