Innlent

Rúta og flutninga­bíll rákust saman

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar voru sendir á vettvang.
Sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar voru sendir á vettvang. Vísir/Tryggvi

Þjóðvegur 1 um Öxnadal í Hörgársveit er lokaður eftir árekstur rútu og flutningabíls.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Þar segir að samkvæmt upplýsingum lögreglunnar sé enginn alvarlega slasaður. Viðbragsaðilar séu á vettvangi.

Reikna megi með að vegurinn verði lokaður um sinn á meðan á aðgerðum á vettvangi stendur.

Bent er á að Ólafsfjarðarvegur og Siglufjarðarvegur séu opnir.

Uppfært klukkan 15.27: Einn var fluttur á sjúkrahús eftir áreksturinn, bílstjóri rútunnar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×