„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og farið fram úr vonum,“ segir Patrik, sem var með útgáfupartý á skemmtistaðnum Auto um síðustu helgi.
„Það hefur alltaf blundað í mér að gefa út lag. Síðasta sumar fór ég upp í stúdíó með vinum mínum og ég hef verið með þráhyggju fyrir stúdíóinu síðan þá.“

Það er mikið um að vera hjá Patrik um þessar mundir, sem er rétt að byrja.
„Það er meira dót á leiðinni og svo er það bara að taka yfir markaðinn. Það geta allir verið prettyboytjokkós, þú þarft bara að vinna fyrir því.“
Aðspurður um hvað hugtakið prettyboytjokkó feli í sér segir Patrik:
„Skilgreiningin er að þú þarft að lykta vel, drippa vel, vera með góða húð og mikinn hita. Ég er aðeins að vekja strákana, mér finnst strákarnir oft ekki hugsa nógu mikið um útlitið, eins og þeir horfi ekki í spegil áður en þeir fara út.
Ég vil fá strákana upp á tærnar, stelpur sjá svo vel um sig á meðan við strákarnir erum bara í gömlum strigaskóm og tíu ára gömlum buxum, ekkert að pæla. Ég er aðeins að hvetja þá til að fá þetta glow up, það þarf ekki mikið til.“
Hér er hægt að hlusta á Patrik á Spotify.
Söngvakeppnis stjarnan Diljá trónir svo á toppi Íslenska listans á FM með lagið Power, sem hún flytur fyrir Íslands hönd í Eurovision í vor. Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór fylgja fast á eftir í öðru sæti með lagið Vinn við það.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: