Bjarki heldur ótrauður áfram eftir hrottalega lendingu Snorri Másson skrifar 10. mars 2023 09:00 Í Íslandi í dag var rætt við Bjarka Harðarson, BMX-kappa, sem hefur að undanförnu verið að gera garðinn frægan í Flórída. Í innslaginu hér að ofan má sjá tilraunir hans, heppnaðar og misheppnaðar, til að standast lykiláskorun á hátíð sem heitir Swampfest. Áskorunin felst í að renna sér á BMX-hjóli eftir handriði sem stendur í nokkurri hæð yfir gruggugum drullupolli. Maður þarf að fara eftir riðinu frá upphafi til enda og lenda á báðum dekkjum hinum megin. Vegna árangurs síns í þessari þraut hefur Bjarki síðustu tvær hátíðir verið krýndur konungur leiksins. Bjarki Harðarson hefur verið á BMX-hjóli frá því að hann var barn. Hér er hann á Swampfest árið 2019, árið sem hann vann fyrst aðalþrautina. Hann hefur heimsótt hátíðina hvert ár síðan, fyrir utan faraldur.Instagram En ekki í ár. „Ég hoppaði á það, náði 85% af því og allir verða trylltir. Svo reyni ég aftur, hoppa upp á og misreikna mig, afturdekkið fer í kantinn. Og ég tek svona tvo þriðju af handriðinu bara á hnetunum,“ segir Bjarki. Þar vísar hann til viðkvæms svæðis á líkama sínum sem í þessu atviki tekur umtalsvert sársaukafullt högg. Vísast til myndbandsins hér að ofan til að sjá þetta atvikast og það er ekki fyrir viðkvæma. Bjarki sýnir yfirgengilegt hugrekki ef svo má segja þegar hann ræðst til atlögu við þrautina í ár, 2023. Honum verður þó illa ágengt eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.Vísir/Youtube Þrátt fyrir að árangurinn hafi ekki verið betri en þetta í ár, nýtur Bjarki sín í botn á meðal Bandaríkjamanna í Flórída. Þar er hann víkingurinn, tæpir tveir metrar á hæð, og hefur því nokkra sérstöðu. Menningarmunurinn er talsverður og má þar til dæmis nefna heilbrigðismálin, en ekki er að sjá að öryggi sé haft að leiðarljósi á Swampfest. Þar bætir ekki úr skák að ekki allir hjólagarpar virðast tryggðir og þegar Bjarki býðst til að hringja á sjúkrabíl fyrir mann og annan, er lagt blátt bann við því. Það er svo dýrt. Þetta eru þó jaðartilvik vonandi. Bjarka vegnar sífellt betur sem hálfgerðum atvinnumanni á BMX-hjóli. Stuðningsaðilarnir eru orðnir nokkrir og í Flórída heldur hann einnig til fundar við þá. Í vinnslu er til að mynda sérstakt Víkingastell fyrir BMX-hjól, sem kennt er við Bjarka. Hjólabretti Hjólreiðar Bandaríkin Tengdar fréttir „Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38 Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Áskorunin felst í að renna sér á BMX-hjóli eftir handriði sem stendur í nokkurri hæð yfir gruggugum drullupolli. Maður þarf að fara eftir riðinu frá upphafi til enda og lenda á báðum dekkjum hinum megin. Vegna árangurs síns í þessari þraut hefur Bjarki síðustu tvær hátíðir verið krýndur konungur leiksins. Bjarki Harðarson hefur verið á BMX-hjóli frá því að hann var barn. Hér er hann á Swampfest árið 2019, árið sem hann vann fyrst aðalþrautina. Hann hefur heimsótt hátíðina hvert ár síðan, fyrir utan faraldur.Instagram En ekki í ár. „Ég hoppaði á það, náði 85% af því og allir verða trylltir. Svo reyni ég aftur, hoppa upp á og misreikna mig, afturdekkið fer í kantinn. Og ég tek svona tvo þriðju af handriðinu bara á hnetunum,“ segir Bjarki. Þar vísar hann til viðkvæms svæðis á líkama sínum sem í þessu atviki tekur umtalsvert sársaukafullt högg. Vísast til myndbandsins hér að ofan til að sjá þetta atvikast og það er ekki fyrir viðkvæma. Bjarki sýnir yfirgengilegt hugrekki ef svo má segja þegar hann ræðst til atlögu við þrautina í ár, 2023. Honum verður þó illa ágengt eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.Vísir/Youtube Þrátt fyrir að árangurinn hafi ekki verið betri en þetta í ár, nýtur Bjarki sín í botn á meðal Bandaríkjamanna í Flórída. Þar er hann víkingurinn, tæpir tveir metrar á hæð, og hefur því nokkra sérstöðu. Menningarmunurinn er talsverður og má þar til dæmis nefna heilbrigðismálin, en ekki er að sjá að öryggi sé haft að leiðarljósi á Swampfest. Þar bætir ekki úr skák að ekki allir hjólagarpar virðast tryggðir og þegar Bjarki býðst til að hringja á sjúkrabíl fyrir mann og annan, er lagt blátt bann við því. Það er svo dýrt. Þetta eru þó jaðartilvik vonandi. Bjarka vegnar sífellt betur sem hálfgerðum atvinnumanni á BMX-hjóli. Stuðningsaðilarnir eru orðnir nokkrir og í Flórída heldur hann einnig til fundar við þá. Í vinnslu er til að mynda sérstakt Víkingastell fyrir BMX-hjól, sem kennt er við Bjarka.
Hjólabretti Hjólreiðar Bandaríkin Tengdar fréttir „Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38 Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
„Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“