Bónorðið draumi líkast: „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. mars 2023 13:19 Helgi Ómarsson og Pétur Björgvin Sveinsson eru trúlofaðir. Instagram Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er trúlofaður ástinni sinni, Pétri Björgvin Sveinssyni. Pétur skellti sér á skeljarnar á föstudaginn og brosið hefur verið fast á andliti Helga síðan. Helgi sagði frá bónorðinu í Brennslunni í morgun. Hann og Pétur hafa verið saman í minna en ár en Helgi segist þó hafa verið farinn að bíða eftir bónorðinu. Á föstudaginn, á þeirri fallegu dagsetningu 03.03.23, ákvað parið að skella sér saman í göngutúr. Helgi hafði verið að vinna mikið og því hljómaði slík gæðastund með Pétri og hundinum Nóel afar vel. Þeir fóru í Paradísardal sem er griðastaður Helga. „Svo var ógeðslega mikið af fólki og Pétur spyr hvort við ættum ekki bara að rölta eitthvert annað. Ég kom með svona þrjá eða fjóra trúlofunarbrandara um að ég væri að múta honum en ekki í eina sekúndu grunaði mig þetta,“ segir Helgi. Helgi hafði gert Pétri það ljóst að fallegar dagsetningar skiptu hann miklu máli. Einhvern tímann hafði hann slegið því upp í gríni að þeir myndu giftast þann 03.03.. „Hann er svo sætur. Hann spyr: „Við ætluðum að giftast í dag er það ekki?“... Svo segir hann: „Ég get kannski ekki gifst þér í dag EN,“ svo fór hann á niður á skeljarnar og bað mig um að giftast sér,“ segir Helgi. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Gæti farið til sýslumanns og gift sig á morgun „Við erum báðir svona frekar léttir á því, þannig að ég beið alveg eftir einhverju svona „nei djók“, alveg þangað til ég sá boxið. Vitið þið ekki þegar maður hugsar svona sautján hugsanir á einni sekúndu. Ég fékk þannig,“ segir Helgi sem svífur enn á bleiku skýi. Helgi og Pétur eru ekki enn farnir að plana brúðkaupið. Helgi horfir þó mikið til skandinavískra brúðkaupa og dreymir um látlaust sveitabrúðkaup. „Ég gæti farið til sýslumanns á morgun en mig langar að fagna þessu. Það kæmi mér ekkert á óvart ef við myndum gera þetta sumarið 2024.“ Helgi er einn vinsælasti ljósmyndari landsins og stýrir hlaðvarpinu Helgaspjallið. Pétur starfar sem markaðssérfræðingur hjá KoiKoi, ásamt því að vera í meistaranámi. Þeir höfðu verið vinir í fimmtán ár þegar neistinn kviknaði þeirra á milli á síðasta ári. Skrifað í stjörnurnar „Það er eins og alheimurinn hafi haldið á tveimur Barbie körlum og látið þetta gerast. Þetta var bara skrifað í stjörnurnar. Ég er svo hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Helgi í samtali við Vísi í haust. Þrátt fyrir að þeir séu nú trúlofaðir segist Helgi líka ætla að biðja Péturs einn daginn. „Ég ætla að fara á hnén einhvers staðar líka, bara svo hann upplifi þetta líka. En í alvöru þetta er besti gaur í heiminum, fjandinn hafi það. Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið.“ Pétur tekur í sama steng, því í hjartnæmri Instagram færslu segir hann Helga algjörlega hafa umturnað lífi sínu. Hann sé fallegasta og besta sál sem til er. Hér að neðan má hlusta á Brennsluna frá því í morgun. Frásögn Helga hefst á mínútu 49:30. Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Labbar sextán þúsund skref á dag í París Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Labbar sextán þúsund skref á dag í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Sjá meira
Helgi sagði frá bónorðinu í Brennslunni í morgun. Hann og Pétur hafa verið saman í minna en ár en Helgi segist þó hafa verið farinn að bíða eftir bónorðinu. Á föstudaginn, á þeirri fallegu dagsetningu 03.03.23, ákvað parið að skella sér saman í göngutúr. Helgi hafði verið að vinna mikið og því hljómaði slík gæðastund með Pétri og hundinum Nóel afar vel. Þeir fóru í Paradísardal sem er griðastaður Helga. „Svo var ógeðslega mikið af fólki og Pétur spyr hvort við ættum ekki bara að rölta eitthvert annað. Ég kom með svona þrjá eða fjóra trúlofunarbrandara um að ég væri að múta honum en ekki í eina sekúndu grunaði mig þetta,“ segir Helgi. Helgi hafði gert Pétri það ljóst að fallegar dagsetningar skiptu hann miklu máli. Einhvern tímann hafði hann slegið því upp í gríni að þeir myndu giftast þann 03.03.. „Hann er svo sætur. Hann spyr: „Við ætluðum að giftast í dag er það ekki?“... Svo segir hann: „Ég get kannski ekki gifst þér í dag EN,“ svo fór hann á niður á skeljarnar og bað mig um að giftast sér,“ segir Helgi. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Gæti farið til sýslumanns og gift sig á morgun „Við erum báðir svona frekar léttir á því, þannig að ég beið alveg eftir einhverju svona „nei djók“, alveg þangað til ég sá boxið. Vitið þið ekki þegar maður hugsar svona sautján hugsanir á einni sekúndu. Ég fékk þannig,“ segir Helgi sem svífur enn á bleiku skýi. Helgi og Pétur eru ekki enn farnir að plana brúðkaupið. Helgi horfir þó mikið til skandinavískra brúðkaupa og dreymir um látlaust sveitabrúðkaup. „Ég gæti farið til sýslumanns á morgun en mig langar að fagna þessu. Það kæmi mér ekkert á óvart ef við myndum gera þetta sumarið 2024.“ Helgi er einn vinsælasti ljósmyndari landsins og stýrir hlaðvarpinu Helgaspjallið. Pétur starfar sem markaðssérfræðingur hjá KoiKoi, ásamt því að vera í meistaranámi. Þeir höfðu verið vinir í fimmtán ár þegar neistinn kviknaði þeirra á milli á síðasta ári. Skrifað í stjörnurnar „Það er eins og alheimurinn hafi haldið á tveimur Barbie körlum og látið þetta gerast. Þetta var bara skrifað í stjörnurnar. Ég er svo hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Helgi í samtali við Vísi í haust. Þrátt fyrir að þeir séu nú trúlofaðir segist Helgi líka ætla að biðja Péturs einn daginn. „Ég ætla að fara á hnén einhvers staðar líka, bara svo hann upplifi þetta líka. En í alvöru þetta er besti gaur í heiminum, fjandinn hafi það. Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið.“ Pétur tekur í sama steng, því í hjartnæmri Instagram færslu segir hann Helga algjörlega hafa umturnað lífi sínu. Hann sé fallegasta og besta sál sem til er. Hér að neðan má hlusta á Brennsluna frá því í morgun. Frásögn Helga hefst á mínútu 49:30.
Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Labbar sextán þúsund skref á dag í París Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Labbar sextán þúsund skref á dag í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Sjá meira
Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp