Sport

Rotaðist í spretthlaupi á EM í frjálsum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Starfsmaður kallar eftir hjálp frá læknaliði þegar hún sér Enrique Llopis liggja rotaðan á brautinni.
Starfsmaður kallar eftir hjálp frá læknaliði þegar hún sér Enrique Llopis liggja rotaðan á brautinni. AP/Khalil Hamra

Spænski grindarhlauparinn Enrique Llopis fékk mjög slæma byltu í úrslitunum í 60 metra grindarhlaupi í gærkvöldi.

60 metra grindarhlaupið var síðasta greinin á Evrópumótinu sem fór fram í Istanbul í Tyrklandi.

Llopis vann sinn riðil í undanúrslitunum og kom með þriðja besta tímann inn í úrslitin. Hann var því líklegur á verðlaunapall fyrir hlaupið.

Hann féll hins vegar um lokagrindina og datt mjög illa á andlitið þannig að hann lá hreinlega rotaður eftir.

Llopis var fluttur á sjúkrahús en þaðan bárust fréttir af því að hann hafi náð meðvitund á ný.

Svisslendingurinn Jason Joseph varð Evrópumeistari en Pólverjinn Jakub Szymański fékk silfur og Frakkinn Just Kwaou-Mathey brons.

Tími Llopis í undanúrslitahlaupinu hefði dugað á verðlaunapallinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.