Innlent

Börn fundu fimm kettlinga sem búið var að drekkja

Bjarki Sigurðsson skrifar
Búið var að drekkja kettlingunum fimm í læknum.
Búið var að drekkja kettlingunum fimm í læknum.

Fimm kettlingar fundust í læk á Eskifirði í gær. Búið var að drekkja þeim öllum og voru það átta ára börn sem fundu þá. Móðir eins barnsins segir þeim hafa brugðið við þetta. 

Díana Margrét Björnsdóttir, íbúi á Eskifirði, greinir frá þessu í Facebook-hópnum Fjörðurinn minn Eskifjörður. Hún á eitt barnanna sem fundu kettlingana.

„Kæri viðkomandi sem þetta gerði, þetta finnst mér afskaplega leiðinlegt og sóðalegt að börnin mín og annara finni hér í á inní miðjum bæ. Værir þú til í að koma svona fyrir annars staðar en að henda þessu bara í ánna,“ skrifaði Díana við færsluna og setti myndir af kettlingunum. 

Í samtali við fréttastofu segir Díana að kettlingarnir hafi fundist í læk við hliðina á húsinu hennar. Börnunum var brugðið en þau voru úti að leika við lækinn þegar kettlingarnir fundust. 

Fundurinn var ekki tilkynntur til lögreglu þar sem engar myndavélar eru á svæðinu og veit Díana ekki hvað lögreglan gæti gert í málinu. Þó muni hún aðstoða lögreglumenn ef þeir hafa samband. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×