Ákærð fyrir að senda konu og barnsmóður manns nektarmyndir af honum Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2023 08:00 Konan sendi tveimur barnsmæðrum mannsins nektarmyndefni af honum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Ekki kemur fram í ákærunni hvernig konan sendi myndefnið. Vísir/Getty Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu fyrir kynferðisbrot. Hún dreifði nektarmyndum og myndskeiði af karlmanni án samþykkis hans til eiginkonu hans og barnmóður hans og annarrar barnmóður hans. Í ákærunni kemur fram að myndskeiðið sem konan sendi barnsmæðrum mannsins sýndi getnaðarlim hans. Myndefninu dreifði konan í september árið 2021. Háttsemi konunnar er sögð hafa verið til þess fallin að særa blygðunarsemi kvennanna tveggja sem hún sendi myndefnið. Brot konunnar eru talin varða við 199. grein a. og 209. grein almennra hegningarlaga. Það fyrra fjallar um dreifingu á nektarefni án samþykkis og við broti gegn því liggur allt að fjögurra ára fangelsi eða sekt. Síðarnefnd ákvæðið fjallar um lostugt athæfi sem særir blygðunarkennd. Við því liggur einnig fjögurra ára fangelsi en sex mánaða ef brotið þykir smávægilegt. Nýlega sýknaði Héraðsdómur Reykjaness konu af ákæru um að hafa dreift nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og konu sem maðurinn var í samskiptum við, meðal annars á þeirri forsendu að athæfið hafi ekki verið „lostugt“. Í dómnum kom fram að hvergi væri skýrt í lögum eða lögskýringargögnum hvert inntak hugtaksins „lostugt athæfi“ væri. Dómstólar hafi mótað skýringu og talið að með því væri átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengi skemmra en samræði og önnur kynferðismök. Í því máli voru meint brot konunnar framin fyrir lagabreytingu sem gerð var árið 2021. Samkvæmt nýju lögunum getur sá sem dreifir nektarmyndum eða myndböndum af öðrum í leyfisleysi átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, sé það gert af ásetningi. Þannig þarf dreifing nektarmynda ekki lengur að teljast lostugt athæfi til þess að vera refsiverð. Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir „Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Í ákærunni kemur fram að myndskeiðið sem konan sendi barnsmæðrum mannsins sýndi getnaðarlim hans. Myndefninu dreifði konan í september árið 2021. Háttsemi konunnar er sögð hafa verið til þess fallin að særa blygðunarsemi kvennanna tveggja sem hún sendi myndefnið. Brot konunnar eru talin varða við 199. grein a. og 209. grein almennra hegningarlaga. Það fyrra fjallar um dreifingu á nektarefni án samþykkis og við broti gegn því liggur allt að fjögurra ára fangelsi eða sekt. Síðarnefnd ákvæðið fjallar um lostugt athæfi sem særir blygðunarkennd. Við því liggur einnig fjögurra ára fangelsi en sex mánaða ef brotið þykir smávægilegt. Nýlega sýknaði Héraðsdómur Reykjaness konu af ákæru um að hafa dreift nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og konu sem maðurinn var í samskiptum við, meðal annars á þeirri forsendu að athæfið hafi ekki verið „lostugt“. Í dómnum kom fram að hvergi væri skýrt í lögum eða lögskýringargögnum hvert inntak hugtaksins „lostugt athæfi“ væri. Dómstólar hafi mótað skýringu og talið að með því væri átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengi skemmra en samræði og önnur kynferðismök. Í því máli voru meint brot konunnar framin fyrir lagabreytingu sem gerð var árið 2021. Samkvæmt nýju lögunum getur sá sem dreifir nektarmyndum eða myndböndum af öðrum í leyfisleysi átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, sé það gert af ásetningi. Þannig þarf dreifing nektarmynda ekki lengur að teljast lostugt athæfi til þess að vera refsiverð.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir „Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01