Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 11:46 Allir dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur voru taldir vanhæfir til þess að fjalla um stefnu Ástríðar Grímsdóttur. Því var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu. Vísir/samsett/Háskólinn í Reykjavík Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum. Ástríður, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að fjármálaráðuneytið krafði á þriðja hundrað æðstu embættismanna þjóðarinnar um endurgreiðslu á ofgreiddum launum í fyrra. Mál hennar verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember. Þar sem ágreiningsefnið málsins lyti að launakjörum dómara væri augljóst að úrlausn þess hefði bein áhrif á launakjör allra dómara landsins. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Aðalmeðferð í máli Ástríðar gegn ríkinu á að hefjast í næsta mánuði. Miðuðu við rangan launataxta Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Byrjað var að draga af launum embættismanna sem enn starfa hjá ríkinu og senda kröfur á aðra í september. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin. Dómstólar Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Ástríður, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að fjármálaráðuneytið krafði á þriðja hundrað æðstu embættismanna þjóðarinnar um endurgreiðslu á ofgreiddum launum í fyrra. Mál hennar verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember. Þar sem ágreiningsefnið málsins lyti að launakjörum dómara væri augljóst að úrlausn þess hefði bein áhrif á launakjör allra dómara landsins. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Aðalmeðferð í máli Ástríðar gegn ríkinu á að hefjast í næsta mánuði. Miðuðu við rangan launataxta Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Byrjað var að draga af launum embættismanna sem enn starfa hjá ríkinu og senda kröfur á aðra í september. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin.
Dómstólar Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent