Lífið

Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela

Máni Snær Þorláksson skrifar
Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru talin líklegust af veðbönkunum til að vinna Söngvakeppnina.
Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru talin líklegust af veðbönkunum til að vinna Söngvakeppnina. RÚV/Mummi Lú

Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd.

Fimm atriði keppa um að verða framlag Íslands í Liverpool í maí. Hægt er að veðja á úrslitin í tveimur veðbönkum, Betsson og Coolbet. Báðir veðbankarnir eru á sama máli, Diljá er líklegust til að vinna Söngvakeppnina og þar á eftir koma Langi Seli & Skuggarnir.

Þegar þessi frétt er skrifuð gefur Betsson Diljá stuðul upp á 2,5 á meðan Langi Seli & Skuggarnir fá 2,38. Coolbet hefur meiri trú á Diljá sem fær einungis 1,8 í stuðul þar á meðan rokkabillí hljómsveitin er með 3 í stuðul.

Veðbankarnir eru samstíga þegar kemur að því að raða atriðunum í sæti. Þeir setja Siggu Ózk í þriðja sætið, Celebs í fjórða og Braga í neðsta. Sigga Ózk fær 3,5 í stuðul hjá Betsson og 4 hjá Coolbet, Celebs fá 5 hjá Betsson og 6 hjá Coolbet. Bragi er svo með 6,8 hjá Betsson og 8 hjá Coolbet.


Tengdar fréttir

Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga mögu­leika að komast á úr­slita­kvöldið

Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×