Lagði til frumlega leið til að draga úr upplýsingaóreiðu Snorri Másson skrifar 28. febrúar 2023 08:26 Jakob Birgisson grínisti lagði orð í belg í Íslandi í dag á miðvikudaginn var um þau alvarlegu tíðindi að verðbólguvæntingar fari þrátt fyrir alla viðleitni Seðlabankans enn versnandi. Bent var á mögulega upplýsingaóreiðu á vegum stjórnvalda, en á vef Stjórnarráðsins mátti á dögunum lesa að 450 milljarða króna útgjöld ríkisins í mótvægisaðgerðir í heimsfaraldrinum hafi „rutt brautina fyrir efnahagsbata“ sem var sagður hafa hafist 2021. Ríkið þarf að leggja sitt af mörkum til að draga úr hvort tveggja upplýsingaóreiðu og verðbólgu að sögn Jakobs Birgissonar grínista.Vísir/Egill Spurt var hvaða efnahagsbati það væri, að búa við mjög illviðráðanlega verðbólgu sem hlyti einmitt öðrum þræði að skýrast af umræddum sögulegum útgjöldum hins opinbera, sem prentaði peninga eins og aldrei fyrr. „Þetta er auðvitað einhver útfærsla á orðalagi. Fallega orðað - og skemmtilegt,“ segir Jakob - en hér duga ekki orðin tóm. Jakob lagði til aðgerðir sem ríkisvaldið gæti strax ráðist í til að bæði draga úr hamslausum ríkisútgjöldunum og upplýsingaóreiðu. „Það sem væri sniðugast að gera væri að byrja á að reka alla aðstoðarmenn ráðherra. Bara reka þá alla, af því að þeir eru að valda upplýsingaóreiðunni. Ég held að þeir skipti annars engu máli. Reka þá. Og síðan alla upplýsingafulltrúa og fjölmiðlafulltrúa í ráðuneytunum,“ segir Jakob. Þetta væri skref gegn verðbólgunni. Þess virði að prófa, að sögn Jakobs. Verðlag Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Ísland í dag Tengdar fréttir Erum á leið í „verstu sviðsmyndina“ með vextina hærri lengur en áður var talið Þrátt fyrir vaxtahækkun og harðari tón peningastefnunefndar fyrr í þessum mánuði þá hafa verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði haldið áfram að versna verulega í skugga harðra átaka á vinnumarkaði sem hafa valdið enn meiri óvissu um verðbólguþróunina, að sögn sjóðstjóra og sérfræðinga á fjármálamarkaði. Markaðsvextir á stuttum ríkisskuldabréfum eru að nálgast átta prósent og hafa ekki verið hærri í meira en áratug. 22. febrúar 2023 08:56 Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hafa vanmetið verðbólguna Fjármálaráðherra segir Íslendinga vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtíma forsendur fyrir sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Seðlabankinn sitji sennilega uppi með að hafa hækkað vexti of hægt og vanmetið verðbólguna of oft. Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina stinga höfðinu í sandinn og hún bjóði ekki upp á neinar aðgerðir gegn verðbólgunni. 9. febrúar 2023 12:08 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Sjá meira
Bent var á mögulega upplýsingaóreiðu á vegum stjórnvalda, en á vef Stjórnarráðsins mátti á dögunum lesa að 450 milljarða króna útgjöld ríkisins í mótvægisaðgerðir í heimsfaraldrinum hafi „rutt brautina fyrir efnahagsbata“ sem var sagður hafa hafist 2021. Ríkið þarf að leggja sitt af mörkum til að draga úr hvort tveggja upplýsingaóreiðu og verðbólgu að sögn Jakobs Birgissonar grínista.Vísir/Egill Spurt var hvaða efnahagsbati það væri, að búa við mjög illviðráðanlega verðbólgu sem hlyti einmitt öðrum þræði að skýrast af umræddum sögulegum útgjöldum hins opinbera, sem prentaði peninga eins og aldrei fyrr. „Þetta er auðvitað einhver útfærsla á orðalagi. Fallega orðað - og skemmtilegt,“ segir Jakob - en hér duga ekki orðin tóm. Jakob lagði til aðgerðir sem ríkisvaldið gæti strax ráðist í til að bæði draga úr hamslausum ríkisútgjöldunum og upplýsingaóreiðu. „Það sem væri sniðugast að gera væri að byrja á að reka alla aðstoðarmenn ráðherra. Bara reka þá alla, af því að þeir eru að valda upplýsingaóreiðunni. Ég held að þeir skipti annars engu máli. Reka þá. Og síðan alla upplýsingafulltrúa og fjölmiðlafulltrúa í ráðuneytunum,“ segir Jakob. Þetta væri skref gegn verðbólgunni. Þess virði að prófa, að sögn Jakobs.
Verðlag Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Ísland í dag Tengdar fréttir Erum á leið í „verstu sviðsmyndina“ með vextina hærri lengur en áður var talið Þrátt fyrir vaxtahækkun og harðari tón peningastefnunefndar fyrr í þessum mánuði þá hafa verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði haldið áfram að versna verulega í skugga harðra átaka á vinnumarkaði sem hafa valdið enn meiri óvissu um verðbólguþróunina, að sögn sjóðstjóra og sérfræðinga á fjármálamarkaði. Markaðsvextir á stuttum ríkisskuldabréfum eru að nálgast átta prósent og hafa ekki verið hærri í meira en áratug. 22. febrúar 2023 08:56 Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hafa vanmetið verðbólguna Fjármálaráðherra segir Íslendinga vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtíma forsendur fyrir sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Seðlabankinn sitji sennilega uppi með að hafa hækkað vexti of hægt og vanmetið verðbólguna of oft. Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina stinga höfðinu í sandinn og hún bjóði ekki upp á neinar aðgerðir gegn verðbólgunni. 9. febrúar 2023 12:08 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Sjá meira
Erum á leið í „verstu sviðsmyndina“ með vextina hærri lengur en áður var talið Þrátt fyrir vaxtahækkun og harðari tón peningastefnunefndar fyrr í þessum mánuði þá hafa verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði haldið áfram að versna verulega í skugga harðra átaka á vinnumarkaði sem hafa valdið enn meiri óvissu um verðbólguþróunina, að sögn sjóðstjóra og sérfræðinga á fjármálamarkaði. Markaðsvextir á stuttum ríkisskuldabréfum eru að nálgast átta prósent og hafa ekki verið hærri í meira en áratug. 22. febrúar 2023 08:56
Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hafa vanmetið verðbólguna Fjármálaráðherra segir Íslendinga vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtíma forsendur fyrir sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Seðlabankinn sitji sennilega uppi með að hafa hækkað vexti of hægt og vanmetið verðbólguna of oft. Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina stinga höfðinu í sandinn og hún bjóði ekki upp á neinar aðgerðir gegn verðbólgunni. 9. febrúar 2023 12:08