Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Bjarki Sigurðsson skrifar 23. febrúar 2023 12:44 Sólveig Anna Jónsdóttir ávarpaði Eflingarmeðlimi á samstöðufundi í dag. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. Í ræðu sinni á fundinum sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að verkbannið sem meðlimir SA hafa greitt atkvæði um að setja í gang sé glæpur og stríðsyfirlýsing. „Þetta fólk, þeirra attitúd og ömurleiki. Þau vilja frekar gera þetta en að semja við okkur. Eitthvað sem hefur ekki verið notað gegn verkafólki í tugi ára. Það er stef sem bara fólk sem hefur misst vitið, sem er ekki í takt við raunveruleikann, myndi setja spila,“ sagði Sólveig. Hún segir það vera verkefni Eflingarmeðlima að átta sig á því að sjá hversu viðbjóðslegt og skammarlegt framferði SA og vinnuveitenda er. „Það er ekki á ábyrgð Eflingar eða verakfólks sem er að berjast fyrir betri kjörum. Þátttaka í þessu verkbanni er valkvæð fyrir fyrirtækin. Það eru engin lög eða samningar sem neyða þau í að fylgja þessu. Ég vil að þið vitið að við í Eflingu vitum að margir vinnuveitendur hafi sagt þetta við starfsfólk sitt,“ sagði Sólveig. Þeir Eflingarmeðlimir sem ekki mega mæta til vinnu í verkbanninu fá ekki greitt úr verkfallssjóði Eflingar. Sólveig segir að það þurfi að vernda sjóðinn og að hann verði ekki tæmdur með þvingun og kúgun. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á ræðu Sólveigar í heild sinni. Klippa: Ræða Sólveigar Önnu á baráttufundi „Ef við borgum til allra þá tæmist sjóðurinn. Verkfallssjóðurinn verður að virka sem sjóður fyrir nefndina og svo fólk komist í verkfall. Ef spillta ráðafólkið ákveður að ráðast á sjóðinn þá er það hlutverk leiðtoga félagsins að koma í veg fyrir það,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til þess að ræða við yfirmenn sína skildu þeir ætla að neyða það í verkfall. Spyrja þá hvar mannúð þeirra sé. Líkt og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag mun Efling ekki fara í fleiri verkfallsaðgerðir en þær sem eru í gangi í bili. Hún segir verkbannið gera öll frekari verkföll tilgangslaus. „Staðan sem er í gangi sýnir að valdafólk hefur enga samúð með verkafólki. Þeim er alveg sama um að fólk fái lág laun, þeim er sama um húsnæðismálin, þau vilja bara að þau fái sín háu laun og tryggja valdastöðu sína. Þetta er núna í höndum ríkisstjórnarinnar. Vinnuveitendur eru nú að reyna að neyða ríkisstjórnina til að vinna með sér,“ sagði Sólveig. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Í ræðu sinni á fundinum sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að verkbannið sem meðlimir SA hafa greitt atkvæði um að setja í gang sé glæpur og stríðsyfirlýsing. „Þetta fólk, þeirra attitúd og ömurleiki. Þau vilja frekar gera þetta en að semja við okkur. Eitthvað sem hefur ekki verið notað gegn verkafólki í tugi ára. Það er stef sem bara fólk sem hefur misst vitið, sem er ekki í takt við raunveruleikann, myndi setja spila,“ sagði Sólveig. Hún segir það vera verkefni Eflingarmeðlima að átta sig á því að sjá hversu viðbjóðslegt og skammarlegt framferði SA og vinnuveitenda er. „Það er ekki á ábyrgð Eflingar eða verakfólks sem er að berjast fyrir betri kjörum. Þátttaka í þessu verkbanni er valkvæð fyrir fyrirtækin. Það eru engin lög eða samningar sem neyða þau í að fylgja þessu. Ég vil að þið vitið að við í Eflingu vitum að margir vinnuveitendur hafi sagt þetta við starfsfólk sitt,“ sagði Sólveig. Þeir Eflingarmeðlimir sem ekki mega mæta til vinnu í verkbanninu fá ekki greitt úr verkfallssjóði Eflingar. Sólveig segir að það þurfi að vernda sjóðinn og að hann verði ekki tæmdur með þvingun og kúgun. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á ræðu Sólveigar í heild sinni. Klippa: Ræða Sólveigar Önnu á baráttufundi „Ef við borgum til allra þá tæmist sjóðurinn. Verkfallssjóðurinn verður að virka sem sjóður fyrir nefndina og svo fólk komist í verkfall. Ef spillta ráðafólkið ákveður að ráðast á sjóðinn þá er það hlutverk leiðtoga félagsins að koma í veg fyrir það,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til þess að ræða við yfirmenn sína skildu þeir ætla að neyða það í verkfall. Spyrja þá hvar mannúð þeirra sé. Líkt og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag mun Efling ekki fara í fleiri verkfallsaðgerðir en þær sem eru í gangi í bili. Hún segir verkbannið gera öll frekari verkföll tilgangslaus. „Staðan sem er í gangi sýnir að valdafólk hefur enga samúð með verkafólki. Þeim er alveg sama um að fólk fái lág laun, þeim er sama um húsnæðismálin, þau vilja bara að þau fái sín háu laun og tryggja valdastöðu sína. Þetta er núna í höndum ríkisstjórnarinnar. Vinnuveitendur eru nú að reyna að neyða ríkisstjórnina til að vinna með sér,“ sagði Sólveig.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira