Sagði skilið við viðskiptafræðina og fékk hæstu einkunn í hjúkrunarfræði Máni Snær Þorláksson skrifar 18. febrúar 2023 10:54 Kristófer Kristófersson útskrifaðist með hæstu einkunn í hjúkrunarfræði. Bylgjan Þrátt fyrir að vera kominn með B.S. og Master í viðskiptafræði og vinnu í faginu ákvað Kristófer Kristófersson að setjast aftur á skólabekk. Í þetta skiptið var það hjúkrunarfræðin sem heillaði hann. Það er óhætt að segja að hjúkrunarfræðinámið hafi gengið vel en hann fékk hæstu einkunn sem nokkur hefur fengið í faginu hér á landi. „Mér var sagt það allavega,“ sagði Kristófer í viðtali í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Ég veit það ekki, ætli ég sé ekki alltaf búinn að vera svolítið óákveðinn,“ þegar hann var spurður hvers vegna hann ákvað að fara í hjúkrunarfræðina. Móðir Kristófers er hjúkrunarfræðingur og telur hann að það hafi haft áhrif á sig. „Þetta kannski blundaði einhvers staðar í manni,“ segir hann. Grunnlaunin lægri en í viðskiptafræðinni Stjórnendur þáttarins spurðu Kristófer hvort einkuninn hafi ekki áhrif á kjörin hans en hann sagði þó að svo væri ekki. „Sem ríkisstarfsmaður dett ég bara inn í reit í Excel-skjali í launatöflu.“ Einnig var rætt hvort laun hjúkrunarfræðings væru ekki lægri en hjá viðskiptafræðingi. „Það má kannski segja að grunnlaunin séu örugglega lægri hjá hjúkrunarfræðingum en viðskiptafræðingum almennt,“ sagði Kristófer við því. „Svo fer þetta eftir starfsreynslu en maður getur náttúrulega bara unnið mikið í hverju sem er. Vaktavinna, það eru laun í því, en það geta ekki allir unnið vaktavinnu.“ Ekki búinn að velja sérhæfingu Kristófer er ekki búinn að ákveða í hverju hann ætlar að sérhæfa sig. „Það eru kannski ekki margir sem vita það en það er hægt að sérhæfa sig í alls konar í hjúkrunarfræði. Það er á Íslandi og erlendis líka í boði alls konar framhaldsnám þar sem er hægt að sérhæfa sig,“ segir hann. Undanfarin þrjú ár er Kristófer búinn að vinna á geðsviði Landspítalans. Hann segist hafa ánægju af því starfi en þó er hann ekki búinn að formlega sérhæfa sig í því eða neinu öðru. „Ég er nú búinn að fara víðs vegar um spítalann í verknámi og ég er ekkert að segja að ég sé 100 prósent ákveðinn í að vera á geðsviði alla tíð. En mér finnst það mjög gaman.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Það er óhætt að segja að hjúkrunarfræðinámið hafi gengið vel en hann fékk hæstu einkunn sem nokkur hefur fengið í faginu hér á landi. „Mér var sagt það allavega,“ sagði Kristófer í viðtali í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Ég veit það ekki, ætli ég sé ekki alltaf búinn að vera svolítið óákveðinn,“ þegar hann var spurður hvers vegna hann ákvað að fara í hjúkrunarfræðina. Móðir Kristófers er hjúkrunarfræðingur og telur hann að það hafi haft áhrif á sig. „Þetta kannski blundaði einhvers staðar í manni,“ segir hann. Grunnlaunin lægri en í viðskiptafræðinni Stjórnendur þáttarins spurðu Kristófer hvort einkuninn hafi ekki áhrif á kjörin hans en hann sagði þó að svo væri ekki. „Sem ríkisstarfsmaður dett ég bara inn í reit í Excel-skjali í launatöflu.“ Einnig var rætt hvort laun hjúkrunarfræðings væru ekki lægri en hjá viðskiptafræðingi. „Það má kannski segja að grunnlaunin séu örugglega lægri hjá hjúkrunarfræðingum en viðskiptafræðingum almennt,“ sagði Kristófer við því. „Svo fer þetta eftir starfsreynslu en maður getur náttúrulega bara unnið mikið í hverju sem er. Vaktavinna, það eru laun í því, en það geta ekki allir unnið vaktavinnu.“ Ekki búinn að velja sérhæfingu Kristófer er ekki búinn að ákveða í hverju hann ætlar að sérhæfa sig. „Það eru kannski ekki margir sem vita það en það er hægt að sérhæfa sig í alls konar í hjúkrunarfræði. Það er á Íslandi og erlendis líka í boði alls konar framhaldsnám þar sem er hægt að sérhæfa sig,“ segir hann. Undanfarin þrjú ár er Kristófer búinn að vinna á geðsviði Landspítalans. Hann segist hafa ánægju af því starfi en þó er hann ekki búinn að formlega sérhæfa sig í því eða neinu öðru. „Ég er nú búinn að fara víðs vegar um spítalann í verknámi og ég er ekkert að segja að ég sé 100 prósent ákveðinn í að vera á geðsviði alla tíð. En mér finnst það mjög gaman.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira