Rihanna fékk ekki greitt fyrir hálfleiksatriðið á Ofurskálinni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:15 Það eru eflaust ekki allir sem vita að Rihanna fékk ekki krónu fyrir atriði sitt á Ofurskálinni á sunnudaginn. Getty/Gregory Shamus Þrátt fyrir að stórbrotið hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni hafi verið það næstmest áhorfða frá upphafi, fékk Rihanna ekki krónu fyrir það, ekki frekar en flytjendur fyrri ára. Árið 2016 greindi Joanna Hunter, talskona NFL, frá því í viðtali við Forbes að flytjendur hálfleiksatriðanna fengju aldrei greitt fyrir atriðin. NFL tæki þó á sig framleiðslukostnað atriðanna og greiddi fyrir uppihald flytjenda. Á meðal tónlistarfólks sem hefur komið fram á Ofurskálinni eru Beyonce, Michael Jackson, Britney Spears, U2, Lady Gaga, Coldplay, The Rolling Stones, Prince og Madonna, ásamt fleiri kanónum. Samkvæmt frétt tónlistartímaritsins Billboard var atriði Rihönnu á sunnudaginn næstmest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma, á eftir atriði Katy Perry frá árinu 2015. Samkvæmt Billboard er atriði Katy Perry á Ofurskálinni árið 2015 mest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma.Getty/Rob Carr Nýtti tækifærið til þess að auglýsa snyrtivörumerkið Einhverjir kunna að velta því fyrir sér hvernig NFL tekst að fá fremsta tónlistarfólk heims til þess að koma fram frítt ár eftir ár. Ástæðan er einföld, flytjendurnir fá bestu og dýrustu auglýsingu sem hugsast getur. Yfir hundrað milljónir manns horfa á atriðið í beinni útsendingu og ennþá fleiri horfa á atriðið daginn eftir. Það þykja því mikil forréttindi að fá að koma fram á þessum stærsta sjónvarpsviðburði heims. Í stað þess að fá greiðslu nýtir tónlistarfólk gjarnan tækifærið og auglýsir væntanlegt tónleikaferðalag eða nýja tónlist. Tónlistarkonan Rihanna fór þó óhefðbundnari leið og nýtti atriðið bæði til þess að tilkynna óléttu og til þess að auglýsa snyrtivörumerki sitt Fenty á lúmskan eða ekki svo lúmskan hátt. Í miðju atriðinu tók hún upp Instamatte púður frá Fenty og púðraði á sér andlitið uppi á sviði. Uppátækið vakti mikla athygli og hafa erlendir miðlar greint frá því að leit að orðinu „Fenty Beauty“ hafi aukist margfalt eftir atriðið. Það má því gera fastlega ráð fyrir því að salan á púðrinu hafi rokið upp í kjölfarið. B*tch betta have my Invisimatte pic.twitter.com/gx0xpPbLDL— Fenty Beauty (@fentybeauty) February 13, 2023 Ofurskálin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. 13. febrúar 2023 22:24 Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13. febrúar 2023 21:39 Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Árið 2016 greindi Joanna Hunter, talskona NFL, frá því í viðtali við Forbes að flytjendur hálfleiksatriðanna fengju aldrei greitt fyrir atriðin. NFL tæki þó á sig framleiðslukostnað atriðanna og greiddi fyrir uppihald flytjenda. Á meðal tónlistarfólks sem hefur komið fram á Ofurskálinni eru Beyonce, Michael Jackson, Britney Spears, U2, Lady Gaga, Coldplay, The Rolling Stones, Prince og Madonna, ásamt fleiri kanónum. Samkvæmt frétt tónlistartímaritsins Billboard var atriði Rihönnu á sunnudaginn næstmest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma, á eftir atriði Katy Perry frá árinu 2015. Samkvæmt Billboard er atriði Katy Perry á Ofurskálinni árið 2015 mest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma.Getty/Rob Carr Nýtti tækifærið til þess að auglýsa snyrtivörumerkið Einhverjir kunna að velta því fyrir sér hvernig NFL tekst að fá fremsta tónlistarfólk heims til þess að koma fram frítt ár eftir ár. Ástæðan er einföld, flytjendurnir fá bestu og dýrustu auglýsingu sem hugsast getur. Yfir hundrað milljónir manns horfa á atriðið í beinni útsendingu og ennþá fleiri horfa á atriðið daginn eftir. Það þykja því mikil forréttindi að fá að koma fram á þessum stærsta sjónvarpsviðburði heims. Í stað þess að fá greiðslu nýtir tónlistarfólk gjarnan tækifærið og auglýsir væntanlegt tónleikaferðalag eða nýja tónlist. Tónlistarkonan Rihanna fór þó óhefðbundnari leið og nýtti atriðið bæði til þess að tilkynna óléttu og til þess að auglýsa snyrtivörumerki sitt Fenty á lúmskan eða ekki svo lúmskan hátt. Í miðju atriðinu tók hún upp Instamatte púður frá Fenty og púðraði á sér andlitið uppi á sviði. Uppátækið vakti mikla athygli og hafa erlendir miðlar greint frá því að leit að orðinu „Fenty Beauty“ hafi aukist margfalt eftir atriðið. Það má því gera fastlega ráð fyrir því að salan á púðrinu hafi rokið upp í kjölfarið. B*tch betta have my Invisimatte pic.twitter.com/gx0xpPbLDL— Fenty Beauty (@fentybeauty) February 13, 2023
Ofurskálin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. 13. febrúar 2023 22:24 Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13. febrúar 2023 21:39 Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. 13. febrúar 2023 22:24
Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13. febrúar 2023 21:39
Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59