Lífið

Fimmt­i þátt­ur af Kör­rent: Nap­ól­e­ons­­skjöl­in og Idol­ið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Saga Matthildur og Kjalar keppa í úrslitum Idol á Stöð 2 á föstudag.
Saga Matthildur og Kjalar keppa í úrslitum Idol á Stöð 2 á föstudag. Körrent

Fimmti þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.

Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth taka púlsinn á undanúrslitakvöldi Idolsins og ræða við Frikka Dór um TikTok. 

Vivian Ólafsdóttir mætir svo í settið en hún fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Napóleonsskjölin sem hefur farið sigurför í kvikmyndahúsum hérlendis. 

Þar á eftir kíkja Saga og Kjalar í heimsókn og ræða Idol ferlið og undirbúning fyrir stóru stundina.

Þáttinn má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Körrent - Napóleonsskjölin og Idolið

Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir.

Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.


Tengdar fréttir

Körrent: Idol hljómsveitin er viðbúin öllu

Á föstudagskvöldum iðar Gufunesið af tónlist og Idol gleði. Þau Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Einar, Reynir Snær, Ingibjörg Elsa og Daníel Böðvarsson skipa Idol hljómsveitina en Körrent tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þeirra starfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×