Verkfall er hafið á Íslandshótelum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 12:30 Sólveig Anna á baráttufundi Eflingar í Iðnó. Vísir/Vilhelm Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. Verkföllin eru ótímabundin og á sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu: Fosshótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Grand, Hótel Reykjavík Saga, Hótel Reykjavík Centrum, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind og Fosshótel Rauðará. Eflingarliðar sem lagt hafa niður störf geta skráð sig á lista í Iðnó til að fá verkfallsgreiðslur.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar býst við mikilli mætingu á baráttufund félagsins í Iðnó sem hófst á hádegi. „Hingað koma félagar okkar sem hafa nú lagt niður störf. Þeir skrá sig hér vegna verkfallsstyrksins og svo verðum við hér saman, einhver ávörp flutt en fyrst og fremst er tilgangur fundarins að við hittumst, að við getum miðlað öllum upplýsingum sem fólk vill fá og svo það sem mikilvægast er að við finnum samstöðuna og kraftinn sem henni fylgir og blæs okkur baráttuanda í brjóst,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Ég reikna ekki með að við verðum með verkfallsvörslu í dag. Við verðum hér fram eftir degi en svo hefst verkfallsvarsla á morgun.“ Efling lýsti í dag formlega yfir vantrausti á hendur Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara vegna miðlunartillögu hans í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og lagði fram kröfu um að hann stígi til hliðar. Ríkissáttasemjari hefur þó boðað samninganefndirnar á fund klukkan 15:30. „Það hefur ekki borist svar vegna þeirrar kröfu okkar og svo það komi fram hér með skýrum hætti þá hafa engir formlegir fundir verið boðaðir þannig að sá fréttaflutningur sem var hér í gangi fyrir hádegi að Efling væri ekki að mæta á boðaða fundi er ekki rétt. Það hefur enginn fundur verið boðaður í dag.“ Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins mættur á baráttufund. Vísir/Vilhelm Mikill baráttuhugur sé í fólki. „Við auðvitað vonum að hlutirnir fari vel fram í dag og ríkissáttasemjari átti sig á alvarleika málsins, segi sig frá málinu og vonum að þær verkfallsaðgerðir sem nú eru að hefjast verði til þess að Samtök atvinnulífsins komi að samningsborðinu og geri við okkur Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk.“ Atkvæðagreiðslu hjá Eflingarliðum á Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um verkfallsboðun lýkur klukkan 18 í dag. Verði verkfall samþykkt hefst það klukkan 12 á hádegi 15. febrúar næstkomandi. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Verkföllin eru ótímabundin og á sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu: Fosshótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Grand, Hótel Reykjavík Saga, Hótel Reykjavík Centrum, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind og Fosshótel Rauðará. Eflingarliðar sem lagt hafa niður störf geta skráð sig á lista í Iðnó til að fá verkfallsgreiðslur.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar býst við mikilli mætingu á baráttufund félagsins í Iðnó sem hófst á hádegi. „Hingað koma félagar okkar sem hafa nú lagt niður störf. Þeir skrá sig hér vegna verkfallsstyrksins og svo verðum við hér saman, einhver ávörp flutt en fyrst og fremst er tilgangur fundarins að við hittumst, að við getum miðlað öllum upplýsingum sem fólk vill fá og svo það sem mikilvægast er að við finnum samstöðuna og kraftinn sem henni fylgir og blæs okkur baráttuanda í brjóst,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Ég reikna ekki með að við verðum með verkfallsvörslu í dag. Við verðum hér fram eftir degi en svo hefst verkfallsvarsla á morgun.“ Efling lýsti í dag formlega yfir vantrausti á hendur Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara vegna miðlunartillögu hans í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og lagði fram kröfu um að hann stígi til hliðar. Ríkissáttasemjari hefur þó boðað samninganefndirnar á fund klukkan 15:30. „Það hefur ekki borist svar vegna þeirrar kröfu okkar og svo það komi fram hér með skýrum hætti þá hafa engir formlegir fundir verið boðaðir þannig að sá fréttaflutningur sem var hér í gangi fyrir hádegi að Efling væri ekki að mæta á boðaða fundi er ekki rétt. Það hefur enginn fundur verið boðaður í dag.“ Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins mættur á baráttufund. Vísir/Vilhelm Mikill baráttuhugur sé í fólki. „Við auðvitað vonum að hlutirnir fari vel fram í dag og ríkissáttasemjari átti sig á alvarleika málsins, segi sig frá málinu og vonum að þær verkfallsaðgerðir sem nú eru að hefjast verði til þess að Samtök atvinnulífsins komi að samningsborðinu og geri við okkur Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk.“ Atkvæðagreiðslu hjá Eflingarliðum á Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um verkfallsboðun lýkur klukkan 18 í dag. Verði verkfall samþykkt hefst það klukkan 12 á hádegi 15. febrúar næstkomandi.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27
Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46
Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22