Rútan valt á Ólafsfjarðarvegi.Lögreglan á Norðurlandi eystra
Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir að rútan hafi oltið á hliðina á Ólafsfjarðarvegi skammt frá Múlagöngum.
Lögregla, slökkvilið og sjúkraflutningalið var sent á vettvang. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Þangað voru farþegar rútunnar fluttir og starfsfólk Rauða krossins hefur hlúð að þeim.
Lögregla vinnur nú að rannsókn á tildrögum slyssins á vettvangi.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.