Lífið

Gat ekki gengið eftir slysið en gafst aldrei upp á dansinum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Dansarinn Þyri Huld var í viðtali í Ísland í dag.
Dansarinn Þyri Huld var í viðtali í Ísland í dag. Stöð 2

Hinn margverðlaunaði dansari og danshöfundur Þyri Huld Árnadóttir lenti í slæmu slysi þegar hún sleit krossband í hné í miðjum dansi og gat ekki gengið í marga mánuði.

„Það er ekki gefið að líkaminn sé til staðar alltaf,“ segir Þyri um slysið.

Þyrí tók málin í sínar hendur og æfði stíft og þjálfaði og breytti einnig alveg um mataræði, sem hún segir að hafi gert gæfumuninn. Árangurinn var svo ótrúlegur að ári eftir slysið fékk hún Grímuverðlaunin sem besti dansari Íslands.

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk að heyra leyndarmálin á bak við þennan ótrúlega bata og þar kom ýmislegt óvenjulegt í ljós sem allir geta nýtt sér.

Þyri frumsýnir um helgina nýtt verk og ræddi hún allt um verkefnið við Dóru Júlíu á dögunum. Viðtalið má finna hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×