Síðasta föstudag spreyttu keppendur sig á lögum úr kvikmyndum. Að lokinni símakosningu voru það þeir Kjalar og Guðjón Smári sem hlutu fæst atkvæði en að lokum var það Guðjón Smári sem var sendur heim.
Sjá: „Þetta er náttúrulega bara rugl“
Annað kvöld mun hver keppandi flytja tvö lög, eitt íslenskt lag og eitt gamalt lag. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lög keppendur munu flytja.
Símon Grétar - 900-9007
„Vangaveltur“ - Herra Hnetusmjör
„Under the Bridge“ - Red Chili Peppers

Kjalar - 900-9006
„Dakírí“ - Tómas R. Einarsson
„Einhvers staðar einhvern tímann aftur“ - Mannakorn

Bía - 900-9008
„Í síðasta skipti“ - Friðrik Dór
„Dreams“ - Fleetwood Mac

Saga Matthildur - 900-9001
„Ekkert sem breytir því“ - Sálin hans Jóns míns
„Feeling Good“ - Nina Simone
