Katrín og Kristín hafa sagt frá því hvernig þær kynntust upp úr aldamótum. Katrín þá starfandi sem blaðamaður í Neskaupstað en Kristín áberandi í lesbíurokksveitinni Rokkslæðunni. Katrín og Kristín hafa verið áberandi í samfélagsumræðu um árabil, bæði saman og hvor í sínu lagi.
Katrín sat til að mynda í stjórnlagaráði sem skilaði tillögum að nýrri stjórnarskrá og berst enn fyrir breytingum á henni. Hún hefur starfað fyrir Öryrkjabandalagið undanfarin ár og sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík.
Kristín sótti sér meistaragráðu í leikstjórn frá London og hefur stýrt fjölda leiksýninga í atvinnuleikhúsum. Hún hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir leikstjórn og hlaut þau 2008 fyrir sýninguna Sá ljóti. Hún var Borgarleikhússtjóri frá 2014 til 2020.
Kristín var ráðin í stöðu prófessors við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands í ágúst 2022. Þá lauk hún nýverið við fyrstu stuttmynd sína, Samræmi, og vinnur að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd.
Katrín og Kristín eiga saman tvö börn.