Lífið

Katrín og Kristín hvor í sína áttina eftir sextán ára hjónaband

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kristín og Katrín hafa haldið hvor í sína áttina. Þær eiga tvö börn saman.
Kristín og Katrín hafa haldið hvor í sína áttina. Þær eiga tvö börn saman. Samsett/Vísir

Katrín Oddsdóttir, lögmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og flóttamanna, og Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, eru skildar að skiptum eftir sextán ára hjónaband. Þær hafa um árabil verið eitt glæsilegasta par landsins.

Katrín og Kristín hafa sagt frá því hvernig þær kynntust upp úr aldamótum. Katrín þá starfandi sem blaðamaður í Neskaupstað en Kristín áberandi í lesbíurokksveitinni Rokkslæðunni. Katrín og Kristín hafa verið áberandi í samfélagsumræðu um árabil, bæði saman og hvor í sínu lagi.

Katrín sat til að mynda í stjórnlagaráði sem skilaði tillögum að nýrri stjórnarskrá og berst enn fyrir breytingum á henni. Hún hefur starfað fyrir Öryrkjabandalagið undanfarin ár og sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík.

Kristín sótti sér meistaragráðu í leikstjórn frá London og hefur stýrt fjölda leiksýninga í atvinnuleikhúsum. Hún hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir leikstjórn og hlaut þau 2008 fyrir sýninguna Sá ljóti. Hún var Borgarleikhússtjóri frá 2014 til 2020.

Kristín var ráðin í stöðu prófessors við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands í ágúst 2022. Þá lauk hún nýverið við fyrstu stuttmynd sína, Samræmi, og vinnur að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd.

Katrín og Kristín eiga saman tvö börn.


Tengdar fréttir

Minni peningar en fleiri gæðastundir

Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri búa saman í gömlu húsi í Þingholtunum með börn sín tvö. Þær hafa sömu gildi í lífinu þó ólíkar séu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×