Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2023 10:26 Aðalsteinn frændi gengur inn á fund með Sólveigu Önnu frænku og samninganefnd Eflingar. Vísir/Vilhelm Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar stendur í ströngu í deilu sinni við Samtök atvinnulífsins og ekki síður ríkissáttasemjara. Eftir að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilunni má segja að allt hafi orðið vitlaust. Sáttasemjari stefndi Eflingu til að fá félagatal stéttarfélagsins afhent í þeim tilgangi að láta atkvæðagreiðslu allra félagsmanna fara fram. Sólveig hefur krafist þess að Aðalsteinn stígi til hliðar úr deilunni enda hafi inngrip hans sýnt að hann ráði engan veginn við að miðla málum. Hann hafi með miðunartillögu sinni brotið lög vegna þess að hann ráðfærði sig ekki við Sólveigu Önnu í aðdragandanum. „Ríkissáttasemjari braut lög. Hann hefur eflaust talið, ásamt ráðgjöfum sínum og samverkafólki, að sökum þess að forysta Eflingar er „umdeild“ kæmist hann upp með það. En þar hafði hann rangt fyrir sér. Hann mun ekki komast upp með tilraun sína til að svipta Eflingu sjálfstæðum samningsrétti. Það mun aldrei gerast,“ sagði Sólveig á Facebook í gær. Frændi og frænka Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, heldur því til haga í öllu þessu fjölmiðlafári að Sólveig og Aðalsteinn eru náskyld. Í annan og þriðja lið. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) voru langamma og langafi Aðalsteins en um leið amma og afi Sólveigar. Hann rekur frændsemina skilmerkilega á Facebook. Valgerður Árnadóttir, amma Aðalsteins, var systir Jóns Múla Árnasonar, föður Sólveigar Önnu. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Valgerður Árnadóttir (1918-1999) Margrét Valgerðardóttir, sjúkraliði í Reykjavík (1943) Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari (f. 1967) Árni Jónsson frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Jón Múli Árnason útvarpsþulur (1921-2002) Sólveig Anna Jónsdóttir (f. 1975) Óhætt er að segja að frændsemin þvælist ekki fyrir Sólveigu og Aðalsteini í deilu sinni þessi dægrin. Félagsmenn Eflingar eru á leið í verkfall á meðan tekist er um í deilunni bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölskyldumál Tengdar fréttir SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar stendur í ströngu í deilu sinni við Samtök atvinnulífsins og ekki síður ríkissáttasemjara. Eftir að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilunni má segja að allt hafi orðið vitlaust. Sáttasemjari stefndi Eflingu til að fá félagatal stéttarfélagsins afhent í þeim tilgangi að láta atkvæðagreiðslu allra félagsmanna fara fram. Sólveig hefur krafist þess að Aðalsteinn stígi til hliðar úr deilunni enda hafi inngrip hans sýnt að hann ráði engan veginn við að miðla málum. Hann hafi með miðunartillögu sinni brotið lög vegna þess að hann ráðfærði sig ekki við Sólveigu Önnu í aðdragandanum. „Ríkissáttasemjari braut lög. Hann hefur eflaust talið, ásamt ráðgjöfum sínum og samverkafólki, að sökum þess að forysta Eflingar er „umdeild“ kæmist hann upp með það. En þar hafði hann rangt fyrir sér. Hann mun ekki komast upp með tilraun sína til að svipta Eflingu sjálfstæðum samningsrétti. Það mun aldrei gerast,“ sagði Sólveig á Facebook í gær. Frændi og frænka Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, heldur því til haga í öllu þessu fjölmiðlafári að Sólveig og Aðalsteinn eru náskyld. Í annan og þriðja lið. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) voru langamma og langafi Aðalsteins en um leið amma og afi Sólveigar. Hann rekur frændsemina skilmerkilega á Facebook. Valgerður Árnadóttir, amma Aðalsteins, var systir Jóns Múla Árnasonar, föður Sólveigar Önnu. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Valgerður Árnadóttir (1918-1999) Margrét Valgerðardóttir, sjúkraliði í Reykjavík (1943) Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari (f. 1967) Árni Jónsson frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Jón Múli Árnason útvarpsþulur (1921-2002) Sólveig Anna Jónsdóttir (f. 1975) Óhætt er að segja að frændsemin þvælist ekki fyrir Sólveigu og Aðalsteini í deilu sinni þessi dægrin. Félagsmenn Eflingar eru á leið í verkfall á meðan tekist er um í deilunni bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölskyldumál Tengdar fréttir SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10
Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04