Innlent

Ís­land stendur í stað á spillingar­lista

Atli Ísleifsson skrifar
Ísland fær 74 stig í mælingunni fyrir árið 2022, sama fjölda og í mælingunni 2021.
Ísland fær 74 stig í mælingunni fyrir árið 2022, sama fjölda og í mælingunni 2021. Vísir/Vilhelm

Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland stendur þar nokkurn veginn í stað á milli ára, skipar 14.-17 sæti listans, en skipaði 13. til 18. sætið á listanum á síðasta ári.

Mælingin byggir á rannsóknum sérfræðinga og upplifun viðskiptaforkólfa í hverju landi fyrir sig um umfang spillingar innan opinbera geirans. Danmörk skipar efsta sæti listans, það er spilling mælist minnst þar.

Ísland fær 74 stig í mælingunni fyrir árið 2022, sama fjölda og í mælingunni 2021. Kanada, Eistland og Úrúgvæ skipa ásamt Íslandi 14. til 17. sæti listans. 

Danmörk skipar fyrsta sætið fimmta árið í röð yfir þau ríki þar sem spilling mælist minnst. Samtökin leggja þó áherslu á að það þýði ekki að engin spilling þrífist í landinu. Danmörk hlaut 90 stig í mælingunni í ár, en gefin eru stig frá 0 upp í 100 stig.

Suður-Súdan skipar 180. og neðsta sæti listans, fékk 12 stig, en þar fyrir ofan eru Sýrland, Suður-Súdan og Venesúela.

  • 1. Danmörk (90)
  • 2.-3. Finnland (87)
  • 2.-3. Nýja-Sjáland (87)
  • 4. Noregur (84)
  • 5.-6. Svíþjóð (83)
  • 5.-6. Singapúr (83)
  • 7. Sviss (82)
  • 8. Holland (80)
  • 9. Þýskaland (79)
  • 10.-11. Írland (77)
  • 10.-11. Lúxemborg (77)
  • 12. Hong Kong (76)
  • 13. Ástralía (75)
  • 14.-17. Ísland (74)
  • 14.-17. Úrúgvæ (74)
  • 14.-17. Kanada (74)
  • 14.-17. Eistland (74)


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×