Lífið

Meghan Trainor á von á öðru barni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Meghan Trainor á American Music Awards í nóvember.
Meghan Trainor á American Music Awards í nóvember. Getty/Frazer Harrison

Söngkonan Meghan Trainor og eiginmaður hennar, Spy Kid leikarinn Daryl Sabara, eiga von á sínu öðru barni.

Fyrir eiga þau soninn Riley sem fæddist í febrúar árið 2021. Trainor staðfesti seinni meðgönguna sjálf í samtali við People og á samfélagsmiðlum rétt í þessu. Hún segist þakklát fyrir að geta orðið ófrísk. 

„Þetta er frábært. Þetta er draumurinn minn. Ég er hálfnuð, ég vil eignast fjögur börn,“ segir hún um gleðitíðindin. 

Í leiðinni tilkynnti söngkonan væntanlega meðgöngubók sem kemur út í apríl á þessu ári. Bókin kallast Dear Future Mama og er væntanlega vísun í eitt vinsælasta lag hennar, Dear Future Husband. 

Samkvæmt nýrri Instagram færslu söngkonunnar er barnið væntanlegt í heiminn í sumar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.