Félagsmenn greiða atkvæði um verkfall á sjö hótelum í Reykjavík Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2023 14:21 Samninganefnd Eflingar fundaði í gærkvöldi og birti í framhaldinu þessa mynd á Facebook. Efling Kjörstjórn stéttarfélagsins Eflingar hefur auglýst almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á starfsstöðvum tveggja hótelrekanda. Atkvæðagreiðslan nær til sjö hótela sem öll eru staðsett í Reykjavík. Hótelin sjö eru rekin af Íslandshótelum hf. og Fosshótel Reykjavík ehf.. Hótelin eru eftirfarandi: Fosshotel Reykjavík, Þórunnartún 1, 105 Reykjavík Hotel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Reykjavík Hotel Reykjavík Saga, Lækjargata 12, 101 Reykjavík Hotel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16, 101 Reykjavík Fosshotel Baron, Barónsstígur 2-4, 101 Reykjavík Fosshotel Lind, Rauðarárstígur 18, 105 Reykjavík Fosshotel Rauðará, Rauðarárstígur 37, 105 Reykjavík Kosið er um ótímabundna vinnustöðvun sem myndi hefjast hádegið 7. febrúar næstkomandi. Vinnustöðvunin nær til allra starfa undir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum sem starfa á hótelunum. Er þar um að ræða félagsfólk sem sinnir þrifum á herbergjum og í sameiginlegum rýmum, störfum í eldhúsi, við framreiðslu veitinga, þvott og fleira. Atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 20:00 þann 30. janúar 2023. Atkvæðagreiðsla hefst klukkan 12 á hádegi þriðjudaginn 24. janúar 2023. Í tilkynningu frá Eflingu segir að samninganefnd félagsins hafi fundað með fjölmennum hópi starfsfólks Íslandshótela í gærkvöldi áður en verkfallsboðunin var samþykkt. Meðlimir nefndarinnar hafa jafnframt heimsótt allar starfsstöðvar fyrirtækisins og rætt við starfsfólk. „Hótelstarfsfólk er með lægst launaða fólki á íslenskum vinnumarkaði, að yfirgnæfandi meirihluta konur af erlendum uppruna. Þessi sami hópur samþykkti sögulegar verkfallsaðgerðir vorið 2019 sem áttu mikinn þátt í að ljúka góðum kjarasamningum þá. Eftir þessu man félagsfólk. Hjá þeim skynja ég sama hugrekki, sömu reisn og sömu staðfestu og árið 2019,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Hótelin sjö eru rekin af Íslandshótelum hf. og Fosshótel Reykjavík ehf.. Hótelin eru eftirfarandi: Fosshotel Reykjavík, Þórunnartún 1, 105 Reykjavík Hotel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Reykjavík Hotel Reykjavík Saga, Lækjargata 12, 101 Reykjavík Hotel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16, 101 Reykjavík Fosshotel Baron, Barónsstígur 2-4, 101 Reykjavík Fosshotel Lind, Rauðarárstígur 18, 105 Reykjavík Fosshotel Rauðará, Rauðarárstígur 37, 105 Reykjavík Kosið er um ótímabundna vinnustöðvun sem myndi hefjast hádegið 7. febrúar næstkomandi. Vinnustöðvunin nær til allra starfa undir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum sem starfa á hótelunum. Er þar um að ræða félagsfólk sem sinnir þrifum á herbergjum og í sameiginlegum rýmum, störfum í eldhúsi, við framreiðslu veitinga, þvott og fleira. Atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 20:00 þann 30. janúar 2023. Atkvæðagreiðsla hefst klukkan 12 á hádegi þriðjudaginn 24. janúar 2023. Í tilkynningu frá Eflingu segir að samninganefnd félagsins hafi fundað með fjölmennum hópi starfsfólks Íslandshótela í gærkvöldi áður en verkfallsboðunin var samþykkt. Meðlimir nefndarinnar hafa jafnframt heimsótt allar starfsstöðvar fyrirtækisins og rætt við starfsfólk. „Hótelstarfsfólk er með lægst launaða fólki á íslenskum vinnumarkaði, að yfirgnæfandi meirihluta konur af erlendum uppruna. Þessi sami hópur samþykkti sögulegar verkfallsaðgerðir vorið 2019 sem áttu mikinn þátt í að ljúka góðum kjarasamningum þá. Eftir þessu man félagsfólk. Hjá þeim skynja ég sama hugrekki, sömu reisn og sömu staðfestu og árið 2019,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira