Skoða að selja flugstöðina á Þingeyri Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2023 13:50 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlands, dótturfélags sem annast rekstur innanlandsflugvallanna. Arnar Halldórsson Isavia skoðar nú að selja flugstöðina á Þingeyri. Flugvöllurinn þar er notaður sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll en Ísafjarðarbæ hefur verið boðið að kaupa stöðina. Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af flugsamgöngum til svæðisins. Samkvæmt bréfi sem Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, sendi til Ísafjarðarbæjar stendur til að selja flugstöðina á Þingeyrarflugvelli með aðstoð Ríkiskaupa. Með bréfinu vill Sigrún athuga hvort sveitarfélagið vilji kaupa flugstöðina. Ástæðan fyrir sölunni er sú að ekki er hægt að nota flugvöllinn nema frá 1. júní til 15. október ár hvert vegna frostskemmda á flugbrautinni. Talið er að jöfnunarlag brautarinnar hafi brotnað niður við völtun er hún var opin sem malarbraut. Isavia skoðar nú að selja flugstöðina við Þingeyrarflugvöll. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Vegna legu flugbrautarinnar á Þingeyrarflugvelli er ekki alltaf fært þar þegar ófært er til Ísafjarðar. Aðflug að flugvellinum er langt og er vindur oft þvert á Dýrafjörðinn sem flogið er inn við aðflug. Vindurinn getur valdið mikilli ókyrrð og hristingi með óþægindum fyrir farþega. Ekki mikið notaður Samkvæmt tölum Isavia var Þingeyrarflugvöllur notaður í um níu til fimmtán prósent þeirra tilvika sem ekki var hægt að nota Ísafjarðarflugvöll árin 2010-2015. „Fjármunir til viðhalds flugvallainnviða á Íslandi hafa verið skornir verulega niður á síðustu árum og fjármunum er forgangsraðað í þágu flugöryggis til þeirra áfangastaða þar sem þörfin er mest. Þörf væri á mikilli fjárfestingu á Þingeyrarflugvelli ef ætlunin er að opna hann aftur sem áætlunarflugvöll,“ segir í bréfi Sigrúnar. Ísafjarðarbæ er einnig lagt til að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjarðarflugvöll. Vilja ekki ræða söluna strax Bréfið var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í morgun. Þar kemur fram að bæjarráð telji það ekki tímabært að ræða sölu flugstöðvarinnar fyrr en fyrir liggur skýr framtíðarsýn um notkun flugvallarins. „Bæjarráð gerir jafnframt athugasemdir við hugmyndir um að skynsamlegt sé að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjörð. Í bestu aðstæðum er tæplega tveggja tíma akstur milli Bíldudals og Ísafjarðar, og því óraunhæft að horfa til Bíldudals sem varaflugvallar fyrir Ísafjarðarflugvöll,“ segir í bókun bæjarráðs um málið. Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Þá lýsir ráðið yfir áhyggjum af flugsamgöngum til svæðisins þar sem þjónusta þar hefur minnkað síðustu ár, meðal annars með fækkun flugferða. „Sviðsstjóri upplýsir um að þörf er á lóðarleigusamningi undir eignina eigi að selja flugstöðina. Mikilvægt er því að landeigandi óski eftir heimild sveitarstjórnar til að afmarka lóð undir fasteignina. Að lokum telur bæjarráð Ísafjarðarbæ ekki hafa not í kaupum á eigninni fyrir sína starfsemi,“ segir í bókuninni. Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Rekstur hins opinbera Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Samkvæmt bréfi sem Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, sendi til Ísafjarðarbæjar stendur til að selja flugstöðina á Þingeyrarflugvelli með aðstoð Ríkiskaupa. Með bréfinu vill Sigrún athuga hvort sveitarfélagið vilji kaupa flugstöðina. Ástæðan fyrir sölunni er sú að ekki er hægt að nota flugvöllinn nema frá 1. júní til 15. október ár hvert vegna frostskemmda á flugbrautinni. Talið er að jöfnunarlag brautarinnar hafi brotnað niður við völtun er hún var opin sem malarbraut. Isavia skoðar nú að selja flugstöðina við Þingeyrarflugvöll. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Vegna legu flugbrautarinnar á Þingeyrarflugvelli er ekki alltaf fært þar þegar ófært er til Ísafjarðar. Aðflug að flugvellinum er langt og er vindur oft þvert á Dýrafjörðinn sem flogið er inn við aðflug. Vindurinn getur valdið mikilli ókyrrð og hristingi með óþægindum fyrir farþega. Ekki mikið notaður Samkvæmt tölum Isavia var Þingeyrarflugvöllur notaður í um níu til fimmtán prósent þeirra tilvika sem ekki var hægt að nota Ísafjarðarflugvöll árin 2010-2015. „Fjármunir til viðhalds flugvallainnviða á Íslandi hafa verið skornir verulega niður á síðustu árum og fjármunum er forgangsraðað í þágu flugöryggis til þeirra áfangastaða þar sem þörfin er mest. Þörf væri á mikilli fjárfestingu á Þingeyrarflugvelli ef ætlunin er að opna hann aftur sem áætlunarflugvöll,“ segir í bréfi Sigrúnar. Ísafjarðarbæ er einnig lagt til að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjarðarflugvöll. Vilja ekki ræða söluna strax Bréfið var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í morgun. Þar kemur fram að bæjarráð telji það ekki tímabært að ræða sölu flugstöðvarinnar fyrr en fyrir liggur skýr framtíðarsýn um notkun flugvallarins. „Bæjarráð gerir jafnframt athugasemdir við hugmyndir um að skynsamlegt sé að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjörð. Í bestu aðstæðum er tæplega tveggja tíma akstur milli Bíldudals og Ísafjarðar, og því óraunhæft að horfa til Bíldudals sem varaflugvallar fyrir Ísafjarðarflugvöll,“ segir í bókun bæjarráðs um málið. Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Þá lýsir ráðið yfir áhyggjum af flugsamgöngum til svæðisins þar sem þjónusta þar hefur minnkað síðustu ár, meðal annars með fækkun flugferða. „Sviðsstjóri upplýsir um að þörf er á lóðarleigusamningi undir eignina eigi að selja flugstöðina. Mikilvægt er því að landeigandi óski eftir heimild sveitarstjórnar til að afmarka lóð undir fasteignina. Að lokum telur bæjarráð Ísafjarðarbæ ekki hafa not í kaupum á eigninni fyrir sína starfsemi,“ segir í bókuninni.
Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Rekstur hins opinbera Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira