Sprenging í útköllum vegna veggjalúsa Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 10:34 Steinar Smári, meindýraeyðir fer að meðaltali í eitt útkall á viku vegna veggjalúsa Vísir/Bjarni Meindýraeyðir segir sprengingu í útköllum vegna veggjalúsa á íslenskum heimilum. Þrátt fyrir að fást við óværur af öllu tagi, starfs síns vegna, segir hann að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að heilt vistkerfi af veggjalúsum hefði fundist í rúmi ungrar stúlku í Grafarvogi. Ófögnuðurinn kom í ljós eftir að stúlkan, Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir, hafði fundið fyrir bitum og óþægindum um margra vikna skeið og grunaði um að mýbit væri að ræða. Talið er að padda hafi leynst með í ferðatösku úr ferðalagi frá Frakklandi og þannig komist inn á heimilið og dreift sér svo um munaði. Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson kom að aðgerðum í Grafarvogi en þetta tilfelli er svo sannarlega ekki það eina sem hann hefur fengist við af þessu tagi undanfarið. Það var ekki fögur sjón sem blasti við fjölskyldu í Grafarvogi þegar rúmgafl var tekinn frá rúmi heimasætunnar, eftir að hún fann sífelt fleiri bit á líkama sínum. „Veggjalýs eru orðnar mjög algengar hér á landi, því miður. Ég fer að meðaltali í eitt útkall á viku en alveg upp í þrisvar í viku,“ segir Steinar í samtali við fréttastofu. Steinar sagði marga rugla veggjalúsinni við veggjatítlur ,þá tegund skordýra sem finnast inni í húsum og éta timbur og eru algengar í Skandinavíu. Að hans mati ætti frekar að styðjast við enska heitið, bed bugs og þýða nafnið á þessari óværu sem rúmlús. Steinar er eðli málsins samkvæmt öllu vanur, hann segir þó að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. „Það er hræðilegt að vita til þess að einhver padda ráðist á þig á meðan þú sefur. Alveg hrikalegt.“ Sem fyrr segir eru útköll af þessu tagi orðin óhugnalega mörg hér á landi. Steinar segist finna fyrir mikilli fjölgun undanfarið ár. „Það var slatti af þessu fyrir covid. Svo dalaði þetta í faraldrinum þegar ferðamenn hættu að koma og fólk ferðaðist minna. En nú er komin sprenging aftur, það er búið að vera brjálað að gera undanfarið ár, ekki síst á hótelum og í airbnb íbúðum.“ Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að heilt vistkerfi af veggjalúsum hefði fundist í rúmi ungrar stúlku í Grafarvogi. Ófögnuðurinn kom í ljós eftir að stúlkan, Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir, hafði fundið fyrir bitum og óþægindum um margra vikna skeið og grunaði um að mýbit væri að ræða. Talið er að padda hafi leynst með í ferðatösku úr ferðalagi frá Frakklandi og þannig komist inn á heimilið og dreift sér svo um munaði. Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson kom að aðgerðum í Grafarvogi en þetta tilfelli er svo sannarlega ekki það eina sem hann hefur fengist við af þessu tagi undanfarið. Það var ekki fögur sjón sem blasti við fjölskyldu í Grafarvogi þegar rúmgafl var tekinn frá rúmi heimasætunnar, eftir að hún fann sífelt fleiri bit á líkama sínum. „Veggjalýs eru orðnar mjög algengar hér á landi, því miður. Ég fer að meðaltali í eitt útkall á viku en alveg upp í þrisvar í viku,“ segir Steinar í samtali við fréttastofu. Steinar sagði marga rugla veggjalúsinni við veggjatítlur ,þá tegund skordýra sem finnast inni í húsum og éta timbur og eru algengar í Skandinavíu. Að hans mati ætti frekar að styðjast við enska heitið, bed bugs og þýða nafnið á þessari óværu sem rúmlús. Steinar er eðli málsins samkvæmt öllu vanur, hann segir þó að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. „Það er hræðilegt að vita til þess að einhver padda ráðist á þig á meðan þú sefur. Alveg hrikalegt.“ Sem fyrr segir eru útköll af þessu tagi orðin óhugnalega mörg hér á landi. Steinar segist finna fyrir mikilli fjölgun undanfarið ár. „Það var slatti af þessu fyrir covid. Svo dalaði þetta í faraldrinum þegar ferðamenn hættu að koma og fólk ferðaðist minna. En nú er komin sprenging aftur, það er búið að vera brjálað að gera undanfarið ár, ekki síst á hótelum og í airbnb íbúðum.“
Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00