Innlent

Halda sínu striki þrátt fyrir bilun í Banda­ríkjunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugvélar Play og Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Flugvélar Play og Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Bilun í NOTAM-flugumferðarkerfinu í Bandaríkjunum hefur ekki áhrif á ferðir Icelandair og Play að svo stöddu. Bandaríkjaflug flugfélaganna tveggja eru á áætlun að svo stöddu.

Fjölda flugferða hefur verið frestað í Bandaríkjunum vegna bilunar sem upp er komin í NOTAM-kerfinu sem sendir út viðvaranir til flugmanna um mögulegar ógnir á flugleiðum.

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) segja bilunina ná til alls kerfisins, það er að segja alls landsins en samkvæmt American Air hefur uppákoman áhrif á allt flug hjá öllum flugfélögum.

Svo virðist sem að bilunin hafi, sem stendur, eingöngu áhrif á innanlandsflug í Bandaríkjunum.

Samkvæmt svörum frá íslensku flugfélögunum Icelandair og Play er grannt fylgst með gangi mála en að svo stöddu séu Bandaríkjaferðir félaganna tveggja á áætlun.

„Staðan er þannig að við fylgjumst bara með málinu en enn sem komið eru allar vélar okkar á áætlun,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi.

Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, tekur í sama streng.

„Við höldum okkar við planið nema eitthvað breytist,“ segir hún.

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið fyrirskipað að rannsaka hvað varð til þess að kerfið bilaði. Í frétt Guardian segir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi verið upplýstur, en að engin merki sé um að bilunin sé af völdum tölvuárásar.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×