Vill meira gagnsæi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. janúar 2023 19:27 Stjórnarandstaðan kallar eftir meira gagnsæi þegar sala á ríkiseignum er til rannsóknar. Fjármálaeftirlitið telur lög hafa verið brotin við söluna á Íslandsbanka samkvæmt tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær. Í tilkynningunni frá Íslandsbanka kemur fram að hafið sé sáttaferli eftir frumathugun fjármálaeftirlitsins. Það er mjög algengt að málum sem FME rannsakar sé lokið með sátt og hefur það gerst á annað hundrað sinnum á síðan 2007, en þá var heimild til sátta fest í lög. Í ensku útgáfu tilkynningarinnar kemur fram að sáttaferlið sjálft hafi hafist af frumkvæði Íslandsbanka. Bankinn hyggst ekki tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, Fjármálaráðherra var heldur ekki til viðtals um málið í dag og fjármálaeftirlitið ber fyrir sig þagnarskyldu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar vill meira gagnsæi. „Auðvitað er það þannig að núna er bara málið í lögformlegu ferli og í sjálfu sér ekkert við það að athuga. En af því að þarna undir er sala á ríkiseign að þá finnst mér bæði að þeir sem eru til rannsóknar og þeir sem eru að rannsaka, að það hvíli kannski svona aðeins meiri tilkynningaskylda til almennings þegar að þannig háttar.“ Mikilvægt sé að halda áfram sölunni á bankanum. „En á endanum og þetta er algert grundvallaratriði, á endanum snýst þetta um það að það verður að vera hægt að selja restina af Íslandsbanka til þess að lækka skuldir ríkissjóðs svo við þurfum ekki að borga þessa óskaplegu vexti af lánunum eins og reyndin er. Það er auðvitað lykilatriði í þessu." Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir rannsóknarnefnd. „Já sko bara um leið og þetta mál svolítið á flug þá fór stjórnarandstaðan að krefjast þess að stofnuð yrði rannsóknarnefnd til þess að fara yfir málið frá a til ö.“ Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu. 10. janúar 2023 15:59 Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. 10. janúar 2023 13:04 Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. 9. janúar 2023 18:57 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Í tilkynningunni frá Íslandsbanka kemur fram að hafið sé sáttaferli eftir frumathugun fjármálaeftirlitsins. Það er mjög algengt að málum sem FME rannsakar sé lokið með sátt og hefur það gerst á annað hundrað sinnum á síðan 2007, en þá var heimild til sátta fest í lög. Í ensku útgáfu tilkynningarinnar kemur fram að sáttaferlið sjálft hafi hafist af frumkvæði Íslandsbanka. Bankinn hyggst ekki tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, Fjármálaráðherra var heldur ekki til viðtals um málið í dag og fjármálaeftirlitið ber fyrir sig þagnarskyldu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar vill meira gagnsæi. „Auðvitað er það þannig að núna er bara málið í lögformlegu ferli og í sjálfu sér ekkert við það að athuga. En af því að þarna undir er sala á ríkiseign að þá finnst mér bæði að þeir sem eru til rannsóknar og þeir sem eru að rannsaka, að það hvíli kannski svona aðeins meiri tilkynningaskylda til almennings þegar að þannig háttar.“ Mikilvægt sé að halda áfram sölunni á bankanum. „En á endanum og þetta er algert grundvallaratriði, á endanum snýst þetta um það að það verður að vera hægt að selja restina af Íslandsbanka til þess að lækka skuldir ríkissjóðs svo við þurfum ekki að borga þessa óskaplegu vexti af lánunum eins og reyndin er. Það er auðvitað lykilatriði í þessu." Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir rannsóknarnefnd. „Já sko bara um leið og þetta mál svolítið á flug þá fór stjórnarandstaðan að krefjast þess að stofnuð yrði rannsóknarnefnd til þess að fara yfir málið frá a til ö.“
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu. 10. janúar 2023 15:59 Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. 10. janúar 2023 13:04 Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. 9. janúar 2023 18:57 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu. 10. janúar 2023 15:59
Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. 10. janúar 2023 13:04
Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. 9. janúar 2023 18:57