„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2023 21:38 Birgitta Haukdal segir margt hæfileikaríkt fólk hafi tekið þátt í Idol og erfitt hafi verið að senda mörg þeirra heim. Vísir/Vilhelm Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. Rætt var við Birgittu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en var það vegna þeirrar umdeildu ákvörðunar dómara keppninnar að senda Einar Óla Ólafsson heim í þættinum sem sýndur var á föstudaginn. Margir áhorfendur hafa látið í sér heyra og gagnrýnt þá ákvörðun. Þátttakendum fækkaði úr átján í átta á föstudaginn. „Að dæma í list eða segja að einhver sé bestur í tónlist, það er alltaf erfitt og við höfum öll misjafnar skoðanir,“ sagði Birgitta. Það kom henni ekki á óvart að þátturinn væri milli tannanna á fólki. Einar sjálfur sagðir fyrr í dag við Vísi að hann væri vonsvikinn en þakklátur. Birgitta sagði að ekki væri endilega verið að leita að besta söngvaranum eða besta laginu. Keppnin héti Idol stjörnuleit og eins og nafnið gæfi til kynna væri verið að leita að stjörnu. Hún sagði dómarana mjög ólíka á mörgum sviðum og þess vegna væru þau fengin saman. Öll reyndu þau að fylgja þeirra sannfæringu og væru að reyna að finna einhvern sem gæti að þeirra mati orðið stjarna. „Við erum að leita að mörgu. Það þarf að tikka í mörg box,“ sagði Birgitta. Stundum væru þau líka að senda fólk heim jafnvel þó einhverjir dómara væru ósammála því. Fjölmargir góðir tónlistarmenn hefðu tekið þátt en sætin í úrslitakeppninni væru fá. Hér að neðan má sjá lokaatriðið þegar Einar Óli var sendur heim. Birgitta vildi líka taka fram að áhorfendur sæju mögulega bara nokkrar sekúndur af því sem hefði gerst yfir mun lengra tímabil. Sumir væru í sínu besta dagsformi og aðrir í þeirra versta. Það væru margar hliðar á þessu. Að endingu sagði Birgitta að dómararnir væru að gera sitt besta sem hópur og þeir væru fjölbreyttir. Núna væru þau hins vegar búin og áhorfendur gætu hætt að pirra sig á þeim, því keppnin væri í þeirra höndum. Nú fá áhorfendur hér eftir að kjósa í símakosningu og hafa þannig áhrif á það hver stendur uppi sem sigurvegari eftir nokkrar vikur. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í spilaranum hér að neðan. Idol Tónlist Reykjavík síðdegis Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Rætt var við Birgittu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en var það vegna þeirrar umdeildu ákvörðunar dómara keppninnar að senda Einar Óla Ólafsson heim í þættinum sem sýndur var á föstudaginn. Margir áhorfendur hafa látið í sér heyra og gagnrýnt þá ákvörðun. Þátttakendum fækkaði úr átján í átta á föstudaginn. „Að dæma í list eða segja að einhver sé bestur í tónlist, það er alltaf erfitt og við höfum öll misjafnar skoðanir,“ sagði Birgitta. Það kom henni ekki á óvart að þátturinn væri milli tannanna á fólki. Einar sjálfur sagðir fyrr í dag við Vísi að hann væri vonsvikinn en þakklátur. Birgitta sagði að ekki væri endilega verið að leita að besta söngvaranum eða besta laginu. Keppnin héti Idol stjörnuleit og eins og nafnið gæfi til kynna væri verið að leita að stjörnu. Hún sagði dómarana mjög ólíka á mörgum sviðum og þess vegna væru þau fengin saman. Öll reyndu þau að fylgja þeirra sannfæringu og væru að reyna að finna einhvern sem gæti að þeirra mati orðið stjarna. „Við erum að leita að mörgu. Það þarf að tikka í mörg box,“ sagði Birgitta. Stundum væru þau líka að senda fólk heim jafnvel þó einhverjir dómara væru ósammála því. Fjölmargir góðir tónlistarmenn hefðu tekið þátt en sætin í úrslitakeppninni væru fá. Hér að neðan má sjá lokaatriðið þegar Einar Óli var sendur heim. Birgitta vildi líka taka fram að áhorfendur sæju mögulega bara nokkrar sekúndur af því sem hefði gerst yfir mun lengra tímabil. Sumir væru í sínu besta dagsformi og aðrir í þeirra versta. Það væru margar hliðar á þessu. Að endingu sagði Birgitta að dómararnir væru að gera sitt besta sem hópur og þeir væru fjölbreyttir. Núna væru þau hins vegar búin og áhorfendur gætu hætt að pirra sig á þeim, því keppnin væri í þeirra höndum. Nú fá áhorfendur hér eftir að kjósa í símakosningu og hafa þannig áhrif á það hver stendur uppi sem sigurvegari eftir nokkrar vikur. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í spilaranum hér að neðan.
Idol Tónlist Reykjavík síðdegis Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira