Lífið

Óvænt uppgötvun á hótelherbergi í Reykjavík

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Myndskeiðið hefur fengið yfir tvær milljónir áhorfa síðan það var birt á TikTok síðastliðinn fimmtudag.
Myndskeiðið hefur fengið yfir tvær milljónir áhorfa síðan það var birt á TikTok síðastliðinn fimmtudag. Samsett/TikTok

Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli og umtal eftir að breskur áhrifavaldur að nafni Annchririsu birti það á Tiktok síðastliðinn fimmtudag.

Annchririsu nýtur vinsælda sem svokallaður „travel influencer“ og á samfélagsmiðlum deilir hún myndefni úr ferðalögum sínum um heiminn. 

Umrætt myndskeið tók hún á hótelherbergi í Reykjavík á dögunum en myndskeiðið hefur fengið 2,2 milljón áhorf er þetta er ritað.  Bandaríski vefmiðilinn Newsweek fjallar einnig um myndskeiðið.

Á myndskeiðinu sést Annchririsu sitja við glugga á hótelherberginu en í athugasemd undir myndskeiðinu tekur hún fram að hún hafi gist á ódýru hótelherbergi á Hótel Cabin í Reykjavík.

Við fyrstu sýn virðist sem að úr glugganum sé glæsilegt útsýni yfir íslenskan hver. Annað á þó eftir að koma á daginn.

„Útsýnið“ reynist vera límmiðamynd sem sett hefur verið á gluggann og þegar glugginn er opnaður kemur í ljós að hann snýr ekki út, heldur fram á ganginn.

Í athugasemdum undir færslunni keppast netverjar við að hæðast að þessari óvæntu uppgvötvun.

„Hvaða snillingur fékk þá hugmynd að hanna glugga þannig að hann snúi inn að húsinu en ekki út? Ég stend á gati,“ skrifar einn. 

„Ég held í alvörunni að ég hafi aldrei séð jafn glæsilegt útsýni!“ grínast annar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.