Sport

Osaka dregur sig úr leik á Opna ástralska

Atli Arason skrifar
Naomi Osaka mun ekki taka þátt á Opna ástralska risamótinu.
Naomi Osaka mun ekki taka þátt á Opna ástralska risamótinu. Getty Images

Naomi Osaka bætist við á lista þeirra leikmanna sem munu ekki taka þátt á fyrsta risamóti ársins í tennis, Opna ástralska mótinu, sem hefst síðar í þessu mánuði.

„Naomi Osaka hefur dregið sig úr leik á Opna ástralska mótinu. Við munum sakna hennar á #AO2023,“ segir í Twitter færslu mótaraðarinnar í morgun. Hin úkraínska Dayana Yastremska mun taka sæti Osaka á mótinu.

Osaka, sem tvisvar hefur unnið Opna ástralska, hefur ekki spilað tennis síðan í september en hún hefur glímt við bæði þunglyndi og kvíða í fjölda ára.

Þessi 25 ára japanski leikmaður hefur hríðfallið niður heimslistann eftir að hafa verið í fyrsta sæti listans um tíma. Osaka er nú í 47. sæti heimslistans en eftir að hún dróg sig úr leik á Opna ástralska hafa einhverjir áhyggjur af því að hún muni aldrei aftur snúa til baka á keppnisvöllinn

Ásamt Osaka hefur Venus Williams dregið sig úr leik.  Ríkjandi meistari, Ash Barty, mun ekki taka þátt en hún hefur lagt spaðann á hilluna eins og Serena Williams.

Þá hefur Roger Federer einnig lagt sinn spaða á hilluna og efsti maður heimslista karla, Carlos Alcaraz, þurfti að draga sig úr leik vegna meiðsla síðustu helgi. Það verður því nægt rými fyrir ný nöfn til að skjóta sér á stjörnuhimininn á Opna ástralska risamótinu sem hefst þann 16. janúar næstkomandi.


Tengdar fréttir

Venus Williams dregur sig úr keppni vegna meiðsla

Bandaríska tenniskonan Venus Williams hefur ákveðið að draga sig úr keppni á Opna ástralska risamótinu í tennis eftir að hafa orðið fyrir meiðslum á æfingamóti í aðdraganda mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×