Sport

Venus Williams dregur sig úr keppni vegna meiðsla

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Venus Williams mun ekki geta tekið þátt á Opna ástralska risamótinu í tennis.
Venus Williams mun ekki geta tekið þátt á Opna ástralska risamótinu í tennis. Phil Walter/Getty Images

Bandaríska tenniskonan Venus Williams hefur ákveðið að draga sig úr keppni á Opna ástralska risamótinu í tennis eftir að hafa orðið fyrir meiðslum á æfingamóti í aðdraganda mótsins.

Þessi 42 ára gamla tenniskona virðist ekki vera á þeirri skoðun að fara að hætta tennisiðkun, en hún mun þó ekki geta tekið þátt á Opna ástralska risamótinu sem hefst eftir rúma viku.

Williahms hafði fengið keppnisrétt á mótinu í gegnum svokallað „Wildcard“ en meiddist á ASB Classic-mótinu sem fram fer í Auckland.

Þá gæti hin pólska Iga Swiatek, efsta kona heimslistans, einnig þurft að draga sig úr keppni þar sem hún glímir við vandamál í öxl. Swiatek þurfti að draga sig úr keppni á Adelaide International 2 WTA 500-æfingamótinu sem hefst í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×