Tónlist

Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA

Samúel Karl Ólason skrifar
Hildur Guðnadóttir, tónskáld.
Hildur Guðnadóttir, tónskáld. Getty/Gilbert Flores/

Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun.

Tilnefningar BAFTA voru opinberaðar á vef verðlaunanna nú í dag. Listarnir verða þó styttir í atkvæðagreiðslu, áður en verðlaunakvöldið fer fram í febrúar.

Kvikmyndin Tár fjallar um tónskáldið Lydia Tár og feril hennar. Cate Blanchett er þar í aðalhlutverki.

Women Talking byggir á samnefndri skáldsögu og á raunverulegum atburðum í Bólivíu. Hún fjallar um hóp kvenna í einangruðum sértrúarsöfnuði sem átta sig á því að menn í söfnuðinum hafa verið að byrla þeim og nauðga um árabil. Í aðhlutverkum eru þær Rooney Mara, Clair Foy og Jessie Buckley.

Tónlist Hildar í Women Talking hefur einnig verið tilnefnd til Golden Globe verðlauna. Þá er vert að taka fram að Hildur vann Óskarsverðlaun árið 2020 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn.


Tengdar fréttir

Óskarsdraumar Hildar lifa áfram

Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. 

Battlefield 2042: Ókláraður og á köflum óspilandi

Battlefield 2042 hefur valdið mér miklum vonbrigðum og hefur að mestu verið nánast óspilanlegur. Leikurinn er langt frá því að vera tilbúinn en hann hefur sína kosti og gæti jafnvel talist mjög efnilegur. Það vantar þó töluvert upp á enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×