Nýársspá Siggu Kling - Vogin Sigga Kling skrifar 6. janúar 2023 08:01 Elsku Vogin mín, það er allt að fara á fulla ferð á þessu herrans ári 2023. Það er eins og þú sért í sérstökum tengslum við hið Almáttuga, máttinn í öllu. Þú þarft þar af leiðandi að fara varlega í því hvers þú óskar þér og hvað þú þráir. Lífið verður jafn breytilegt og veðráttan á Íslandi, alltaf að koma manni eitthvað á óvart. Fyrstu tveir mánuðirnir á árinu laga, breyta og bæta það sem þú ert búin að vona að gangi upp. Þú færð samþykki frá þeim sem þarf til þess að klára mál sem eru búin að hanga í töluverðan tíma yfir þér. Þú skalt vara þig á því að rífast ekki við þá sem eru þér hliðhollir, heldur að beina einungis gleði, frið og hamingju í þeirra hjarta. Það er nefnilega oft þannig að maður er erfiðastur við þá sem eru englarnir í lífinu manns. Lífstalan 8 skreytir lífið þitt þetta árið og er hún tákn eilífðarinnar, lífs og dauða, alveg eins og dagurinn er lífið og nóttin dauðinn. Þú þarft að vera á tánum þetta árið og það er þér reyndar eðlislægt. Þetta verður ekki sá tími sem þú slappar af og gerir ekki neitt. Það verður mikið af fólki í kringum þig, jafnvel fleiri munu flytjast á heimili þitt eða að þú farir þar sem er meiri mannskapur. Í því sem þú ferð að gera verður fjöldinn allur af fólki og ef við getum kallað hugann internet, þá ertu með allar stöðvarnar. Hugur þinn skerpist svo mikið og það borgar sig ekki fyrir neinn að fara á bakvið þig; þú veist hluti sem jafnvel þú átt alls ekki að vita. Það er líka þannig að ef þú ert föst á núll punkti eða ekki á neinum, þá getur Alheimsorkan komið og rifið þig úr aðstæðum á harkalegan hátt sem þú ert ekki sátt við. Því að þegar þér finnst ekkert vera að gerast þá ertu bara ekki að fylgja því mynstri á því sem þú ákvaðst að gera áður en þú komst inn í þetta líf. Þegar líða tekur á þetta blessaða ár, þá ákveður þú að venda kvæði þínu í kross og að taka afstöðu með fólki sem er að gera áberandi hluti. Þú munt samt vinna mikið sjálfstætt og það besta sem þú gerir á árinu er akkúrat að finna allt það sjálfstæði og hugrekki sem þú getur. Heppnin mun fylgja þér í peningamálum, en þú skalt líka skoða vandlega hvað þú ætlar að gera við þau veraldlegu gæði sem þér áskotnast. Því að í þessum hraða getur svo margt gerst á einu augnabliki. Sumarið verður sveipað mýkt, mannlegri reisn, tengingu við Jörðina, náttúruna og dýrin og fólkið þitt. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir Íslendingar í stjörnumerkinu. Vísir Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Lífið verður jafn breytilegt og veðráttan á Íslandi, alltaf að koma manni eitthvað á óvart. Fyrstu tveir mánuðirnir á árinu laga, breyta og bæta það sem þú ert búin að vona að gangi upp. Þú færð samþykki frá þeim sem þarf til þess að klára mál sem eru búin að hanga í töluverðan tíma yfir þér. Þú skalt vara þig á því að rífast ekki við þá sem eru þér hliðhollir, heldur að beina einungis gleði, frið og hamingju í þeirra hjarta. Það er nefnilega oft þannig að maður er erfiðastur við þá sem eru englarnir í lífinu manns. Lífstalan 8 skreytir lífið þitt þetta árið og er hún tákn eilífðarinnar, lífs og dauða, alveg eins og dagurinn er lífið og nóttin dauðinn. Þú þarft að vera á tánum þetta árið og það er þér reyndar eðlislægt. Þetta verður ekki sá tími sem þú slappar af og gerir ekki neitt. Það verður mikið af fólki í kringum þig, jafnvel fleiri munu flytjast á heimili þitt eða að þú farir þar sem er meiri mannskapur. Í því sem þú ferð að gera verður fjöldinn allur af fólki og ef við getum kallað hugann internet, þá ertu með allar stöðvarnar. Hugur þinn skerpist svo mikið og það borgar sig ekki fyrir neinn að fara á bakvið þig; þú veist hluti sem jafnvel þú átt alls ekki að vita. Það er líka þannig að ef þú ert föst á núll punkti eða ekki á neinum, þá getur Alheimsorkan komið og rifið þig úr aðstæðum á harkalegan hátt sem þú ert ekki sátt við. Því að þegar þér finnst ekkert vera að gerast þá ertu bara ekki að fylgja því mynstri á því sem þú ákvaðst að gera áður en þú komst inn í þetta líf. Þegar líða tekur á þetta blessaða ár, þá ákveður þú að venda kvæði þínu í kross og að taka afstöðu með fólki sem er að gera áberandi hluti. Þú munt samt vinna mikið sjálfstætt og það besta sem þú gerir á árinu er akkúrat að finna allt það sjálfstæði og hugrekki sem þú getur. Heppnin mun fylgja þér í peningamálum, en þú skalt líka skoða vandlega hvað þú ætlar að gera við þau veraldlegu gæði sem þér áskotnast. Því að í þessum hraða getur svo margt gerst á einu augnabliki. Sumarið verður sveipað mýkt, mannlegri reisn, tengingu við Jörðina, náttúruna og dýrin og fólkið þitt. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir Íslendingar í stjörnumerkinu. Vísir
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira